Hlynur - 15.09.1972, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.09.1972, Blaðsíða 15
Simonen 60 ára Seppo Simonen, aðalritstjóri tímaritanna Yhteishyvá, Samar- bete, Osuuskauppalehti og Hand- elslaget hjá finnska samvinnusam- bandinu SOK, varð sextugur hinn 15. júlí s.l. Simonen hefur að baki langan og farsælan feril við blaðaútgáfu finnskra samvinnumanna, en jafn- framt er hann afkastamikill rit- höfundur og hefur m.a. skrifað víð- lesnar sagnfræði- og ferðabækur. Eru þar á meðal bækur, sem hann hefur skrifað eftir ferðir sínar til Indlands, Mið-Ameríku og austur- strandar Afriku. Kaupfélagsritið 35. hefti Kaupfélagsritsins, tíma- rits Kf. Borgfirðinga, barst okkur fyrir skömmu. Meðal efnis er grein- in Prá gömlum dögum eftir Sigurð Guðmundsson á Kolsstöðum, Brot úr ættarsögu eftir Andrés Eyjólfs- son, Héraðstíðindi, grein um tíma- ritið Svanir, erindið Borgarfjörð- ur sem ferðamannabyggð eftir Bjarna Arason ráðunaut, og grein- in Borgfirðingar ganga í Þórisdal eftir Hauk Eyjólfsson. Ýmislegt fleira efni er í ritinu, en ábyrgðar- maður þess er Bjöm Jakobsson. Hafið þið athugað það? að samvinnuhreyfingin er öflugasta fé- lagsmálahreyfing landsins og er um- svifamikill aðili á flestum sviðum ís- lenzks atvinnulífs. að HLYNUR er eina tímaritið, sem flytur jafnan fréttir af helztu nýjungum sem þar eiga sér stað, svo að það er erfitf að fylgjast með atvinnuháttum landsmanna án þess að lesa hann að staðaldri. að HLYNUR kemur út mánaðarlega, 16 síður hvert hefti — áskriftargjaldið er aðeins kr. 225,00 — og afgreiðslan er í Ármúla 3, Reykjavík, sími (91) 38900. HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.