Hlynur - 15.09.1972, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.09.1972, Blaðsíða 8
MÖGULEIKATÁKN. Merkir að verklýsing með tilliti til áframhaldsins getur meðhöndlazt á ýmsa vegu. — Fer eftir því hversu margir möguleikar eru fyrir hendi við brcytilegar aðstœður. Spurningin verður að vera þannig orðuð, að svarið verði annað hvort já eða nei. Dœmi: Er tekið á móti pöntun í síma? Fœr kaupandinn gjaldfrest? TILVÍSUN. Oft nefnt bliðsíðutengi. Vísar til annarrar ferilteikningar eða verklýsingar. Dœmi: Gefur til kynna að verklýsing nr 2 finnist á blaði nr. If. Númerin sknfast inn í tilvísunartáknið. Skjalatákn / allri almennri slcrifstofuvinnu er verið að handfjatla alls konar skjöl. Hér er orðið skjöl látið merkja pappír eða eyðublóð, bœði útfyllt og án útfyllingar, ásamt öllu því, sem geymir einhverjar staðreyndir eða getur geymt staðreyndir. M.ö.o. hvers konar gögn og skýrslur. SICJÖL — EYÐUBLAÐ/ Alm.ennt tákn. SKJÖL/SPJALDSKRÁRKORT. SKJOL/ Hvers konar gögn og skýrslur unnar af skýrslu- vélum. cn GATASPJALl}/ Allar tegundir gataðra skýrsluvélaspjalda. er síðan skrifuð stuttorð lýsing með frumtáknunum, en táknin koma einmitt i veg fyrir langar útskýringar. Þegar verklýsing hefur verið skráð á ferilritið, verðum við að athuga gaumgæfilega, að allt hafi verið tekið með — ekkert má gleymast. Ýmsar gerðir ferilrita eru að sjálfsögðu notaðar. Fer það fyrst og fremst eftir, hvaða hlutverk ferilritinu er ætlað. Verður ekki nánar farið út í það i þessari grein, en í þess stað snúið sér að þeirri gerð, sem algengust er. Ferilritið er sýnt á mynd 2 og 3 og er nauðsynlegt að lesand- inn kynni sér það með athygli. Tekið skal fram, að verklýsing, sem sýnd er á mynd 1 er sýnd með táknum á mynd 2 og 3. Ferilritið sýnir, hvaða deildir og hvaða starfsfólk í fyrirtæk- inu fjallar um verkið. Ferilritið sýnir ennfremur, hvaða skjöl eru notuð í verkrásinni og innbyrðis tengsl þeirra. Þá er ennfremur sýnt samspil skjala, deilda og starfsfólks og hvernig skjöl flytj- ast frá einni deild í aðra og hvaða breytingum þau taka eða hvaða meðferð þau fá í hinum ólíku deildum. Til þess að geta fullkomnað verklýsinguna, verðum við að geta svarað því, hvernig afköstin eru á hverju stigi ferilritsins. Þeirri spurningu verður ekki svarað í þessari grein, en þess i stað skulum við velta fyrir okk- ur, hvernig við getum hagnýtt ferilritið, til þess að bæta vinnu- aðferðirnar. C3 GÖTUÐ RÆMA/ Úr papjiír eða plasti. SEGULRÆMA/ Segidband fyrir skýrsluvélar. RAFREIKNISMINNl/ Alm.ennt tálcn. V. RANNSÓKNIR Á VINNU- AÐFERÐUM Þegar verklýsing hefur verið gerð og við höfum fullvissað okkur um, að okkur hafi tekizt að draga upp trúverðuga mynd af núverandi ástandi, er næsta skref að athuga, hvaða mögu- leikar eru fyrir hendi til þess j' að einfalda vinnuna. Rannsókn- 8 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.