Hlynur - 15.09.1972, Blaðsíða 14
Arbók NSS
Nýkomið er út fyrsta bindi af Ár-
bók Nemendasambands Samvinnu-
skólans. Er fyrirhugað, að fram-
vegis komi út eitt bindi árlega af
þessari bók, en meginefni hennar
er rækilegt nemendatal Samvinnu-
skólans, sem útskrifaðir eru árin
1919, 1920, 1930, 1940, 1950, 1960, og
1970. Birt er mynd af hverjum nem-
anda fyrir sig og stutt æviágrip
hans, og er stefnt að því að sami
háttur verði hafður á um útgáfuna
næstu árin, þar til komið verði
rækilegt nemendatal skólans í tíu
bindum.
Af öðru efni árbókarinnar má
nefna grein eftir Kristínu Braga-
dóttur um starfsemi NSS, ýtarlega
grein eftir Andrés Kristjánss. rit-
stjóra um skólamanninn Jónas
Jónsson, skrá um skólastjóra skól-
ans frá upphafi og kennara fyrsta
árið, grein eftir Ásgeir Ásgeirsson
fyrrv. forseta um upphaf Sam-
vinnuskólans og grein eftir Jens
Hólmgeirsson um fyrsta vetur skól-
ans. Þá eru og birtir kaflar úr
fundagerðarbókum skólafélagsins
frá ýmsum tímum, og loks er skrá
um fyrirtæki, er styrkt hafa út-
gáfuna.
Samtals er þetta bindi 200 bls.,
prentað í Lithoprenti og Leiftri,
bundið í vandað band og hið snyrti-
legasta að öllum frágangi. Ritstjórn
þess hefur annazt Sigurður Hreið-
ar kennari að Bifröst. Öllum nem-
endum úr Samvinnuskólanun, eldri
sem yngri, verður gefinn kostur á
að fá bók þessa gegn 500 kr. á-
skriftargjaldi, en lausasöluverð
bókarinnar verður kr. 800. Bókin
verður afgreidd fyrst um sinn hjá
Reyni Ingibjartssyni, Fræðsludeild
Sambandsins, Ármúla 3.
— Jú, jrii, það er rétt, ég var banka-
stjóri hérna ciður en ég komst að því,
hvar mestu peningana var að haja.
Sameiningarmálin
í Danmörku ganga
eftir áætlun
HAM RAGARÐAR
Við birtum þessa mynd aj Hamragörðum, jélagsheimili samvinnumanna að
Hávallagótu í Reykjavík, rétt til þess að minna á, að nú er jélagsstarfið hajið
þar af jullum krafti.
Svo sem við höfum áður greint
frá (sjá HLYN jan. 1972) stendur
fyrir dyrum í Danmörku að sam-
eina samvinnusambandið FDB og
stærsta kaupfélagið, HB. Stöðugt
er unnið að undirbúningi þessa
máls, en stefnt er að því, að sam-
einingin eigi sér stað frá næstu
áramótum.
Af nýjustu fréttum af samein-
ingarmálum, má nefna, að ákveðið
hefur verið, að hún verði undir því
formi, að HB verði lagt niður sem
sjálfstætt fyrirtæki, en FDB yfir-
taki allar eignir þess og skuldir.
Þannig verður hið nýja fyrirtæki
rekið fyrst um sinn undir nafn-
inu FDB, en reiknað er með, að
búðir HB verði reknar undir nafn-
inu DB (Danmarks Brugsforening,
Kaupfélag Danmerkur), en í nýj-
um lögum FDB er gert ráð fyrir,
að væntanleg smásöluverzlun þess
verði rekin undir því nafni. Einnig
hefur verið ákveðið, að aðalstöðv-
ar hins sameinaða fyrirtækis verði
í Albertslund, þar sem aðsetur FDB
er nú, en aðalskrifstofa HB í V.-
Farimagsgade í Kaupmannahöfn
verði lögð niður.
14 HLYNUR