Hlynur - 15.09.1972, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.09.1972, Blaðsíða 7
Við gerð erfiðra og flókinna verklýsinga er oft nauðsynlegt að sá eða sú, sem vinnur að verklýsingunni, hafi starfs- manninn með í ráðum. Hafa skal hugfast, að enginn kann verk betur en sá sem við það vinnur. Hins vegar er skiljan- legt, að starfsmaður sleppi eða leggi minni áherzlu á þau verk, sem honum finnast auðveld í framkvæmd. Þess vegna er nauðsynlegt, að allir þættir verksins séu teknir með, svo að sá, sem gerir verklýsinguna, hafi alla þræði verkefnisins í hendi sér. Þá ber að aðgæta, að sumt fó’k leggur langtum meiri á- herzlu á það, hvernig eigi að vinna verkið, heldur en hvernig ve: kið er unnið. Bezt er að vinna við gerð verklýsinga á vinnu- staðnum og nauðsynlegt er að leggja fram spurningar, ef eitt- hvað er óljóst. Þá ber að hafa við hendina öll nauðsynleg hjálpargögn, eyðublöð o. þ. h. r o □ o A IV. FERILRIT OG TÁKN Til þess að öðlast kerfisbundna mynd af verklýsingu eru notuð þau tákn, sem hér eru sýnd. Við val þessara tákna hefur eftir- farandi verið haft í huga: A --- ' ■ Frumtákn AÐGERÐ. Eitthvert skapandi verk, sem unnið er. Dæmi: Skrifa, reikna, spjaldskrárfærsla, fyrírskipanir, vél- ritun m. m. EFTIRLIT. Athugun eða gát. Sannreyna gæði, magn upp- lýsingar eða einhver kennimerki. Dœmi: Sanilestur, sannprófun, endurskoðun o.þ.h. FLUTNINGUR. Merkir að e-ð er flutt eða flytur sig. Dæmi: Flutningur rnilli vinnustaða/'deilda. Undanskilið er þó flutningur, sem skapast í aðgerð eða eftirliti. Bltí. Hlé, frestun, töf, eða oft nefnt tilfallandi skjala- varzla. Dœmi: Skjöl geymd í ,,inn“ og „út“-skúffum á skrifborði. SKJALAVARZLA. E-ð sett í geymslu og tekið fram, þegar þess er þörf. Dœmi: Sett í möppur, skjalaskáp eða lager og geymt í stafrófsröð eða númeraröð. a) að hafa þau ekki of mörg. b) að hafa þau auðskilin c) að hafa þau auðveld í með- förum. Við gerð myndrænna ferilrita þurfum við i upphafi að gera okkur grein fyrir, hvaða verk við ætlum að taka fyrir. Við verðum að hafa í huga, að sum verk og verkrásir eru mjög flók- in og alls ekki auðvelt að not- færa sér táknin við gerð verk- lýsinganna. Nauðsynlegt er þvi að skipta rannsókninni í þrjú stig, eins og áður hefur verið greint frá í kafla II. Þá er ekki síður nauðsynlegt að ákveða, hvar skuli byrja og enda verk- lýsinguna. Við gerð ferilritsins X EYÐILEGGING. Onýta eða henda skjölum, sem þarj ekki að noia meir. ENDIR. A jram haldandi verklýirng hejur ekki þýðingu í þcssu jerilriti. UPPIIAF. Aðurgerð verklýsing hejur ekki þýðingu í þessu jerilnti. HLYNUR 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.