Hlynur - 15.02.1974, Page 6
Reynir Ingibjartsson form. LÍS:
Ferð um
Vestur- og Norðurland
Á fyrsta fundi aðalstjórnar
Landsambands ísl. samvinnu-
starfsmanna i byrjun nóvember
s. 1. var m. a. samþykkt að for-
maður samtakanna, sem jafn-
framt er undirritaður, skyldi
leggja land undir fót við fyrstu
hentugleika, og heimsækja sem
allra flest kaupfélög i þeim til-
gangi að kynna hið nýstofnaða
landssamband, vinna að stofn-
un starfsmannafélaga þar sem
það væri mögulegt og stuðla að
því, að sem allra flestir sam-
vinnustarfsmenn væ:u orðnir
félagsbundnir í landssamband-
inu fyrir áramótin.
í samiæmi við þetta var farið
að huga að heppilegustu ferða-
tilhögun og þótti ráð að byrja
ferðina á Miðvesturlandi og
halda síðan norður um allt til
Húsavíkur.
Mánudaginn 12. nóvember hélt
ég svo af stað á fólksvagni sem
fararskjóta. Þótti það nokkuð
djarft, þar sem vetur var geng-
inn í garð og allra veðra von,
en það kom á daginn að fólks-
vagninn stóð fyrir sínu. Fyrsti
áfangastaður var Borgarnes en
þar hafði starfsmannafélagið
nýlega verið endurlifgað eftir
nokkurn svefn.
IÍO'garnes
Ég náði til Borgarness í tæka
tið og um kvöldið var haldinn
ágætur fundur í fundarsal kaup-
félagsins. Þórir Þorvarðarson,
stjórnarmaður í aðalstjórn LÍS
og formaður starfsmannafélags-
ins og Snæfellingur eins og ég,
hafði veg og vanda af öllum
undirbúningi, en fundarstjóri
var Jón Einarsson. Fundarmenn
voru um þrjátíu. Samþykkti
fundurinn samhljóða aðild
starfsmannafélagsins að LÍS.
Það var sérstaklega ánægju-
legt að hefja „vísitasíuferð"
mína í Borgarnesi. Fyrstu kynni
mín af samvinnuhreyfingunni
voru i gömlu kaupfélagsverslun-
inni í Boi garnesi, þar sem margt
girnilegra muna státaði á hill-
um og öðrum freistandi stöðum.
Þar sem ég ólst upp var reyndar
nánast hvert snitti keypt í kaup-
félaginu og allt lagt inn i mjólk-
ursamlagið og sláturhúsið, og
það var mjög merkilegur atburð-
ur, þegar ég fékk minn fyrstá
reikning frá KBB. Fjórtán-
fimmtán ára gamall gekk ég í
kaupfélagið og mætti á deildar-
fundi í minni sveit vestur í Kol-
beinsstaðahreppi, og á þeim
fundi var sjálfur Þórður Pálma-
son kaupfélagsstjóri, sem ég
hafði á tilfinningunni að ríkti
nánast sem héraðshöfðingi og
réði smáu sem stóru.
Einhver fyrstu störf sem ég
þáði laun fyrir voru innt af
hendi í sláturhúsi kaupfélagsins
og þar var nú líf í tuskunum.
Þegar ég, nýútskrifaður úr Sam-
vinnuskólanum hóf að starfa hjá
samvinnuhreyfingunni, sem
sjálfsagt þótti i þann tíð, þá var
Kaupfélag Borgfirðinga enn
einu sinni minn fvrsti viðkomu-
staður, og það fyrsta sem ég
lærði „sprenglærður verslunar-
maðurinn", var að skrifa nótu og
ég komst fljótt að því, að eitt
er að hafa próf og annað að
kunna til þeirra margvíslegu
starfa, sem verslun fylgja. Um
hásláttinn vann ég m. a. við
varahlutaafgreiðslu í sláttuvél-
ar, múgavélar og traktora og
hafði það á tilfinningunni
stundum, að fengist ekki réttur
hlutur eða skakkt væri afgreitt,
þá fyndist ekki annar öllu óvin-
sælli á landinu þá stundina, ekki
sist ef það var brakandi þurrk-
ur og svo var kaupfélaginu nátt-
úrlega bölvað lika. Við hér á
Reykjavíkurmölinni gerum okk-
ur ekki alltaf grein fyrir því
hver lífæð kaupfélagið er
venjulegast úti á landi og mikl-
ar kröfur gerðar til þess um
þjónustu og alls kyns fyrir-
greiðslu.
Þessi kynni mín af KBB, sem
hér eru rakin, eru nú reyndar
ekki tilheyrandi þessari ferða-
sögu, en þeim er skotið hér að
til að sýna, hversu samvinnu-
hreyfingin hefur samofist upp-
vexti og störfum margra í þessu
landi, því margur getur sagt
sömu sögu og ég.
Víkjum nú aftur að starfs-
mannafélaginu. Það hélt á síð-
astliðnum vetri árshátíð í félags-
heimilinu Lyngbrekku á Mýr-
um, þar sem ekkert hús í Borg-
arnesi rúmar allt starfsfólk
kaupfélagsins. í sumar sem leið
var farin skemmtiferð á vegum
starfsmannafélagsins. Þá hefur
félagið leitað eftir því, að starfs-
fólk kaupfélagsins ætti fulltrúa
í stjórn kaupfélagsins, en litlar
undirtektir fengið fram að
þessu. Er það reyndar eitt helsta
baráttumál LÍS að vinna að því
að starfsmannafélögin eigi full-
trúa í stjórnum sem allra flestra
kaupfélaga.
Á félagsfundinum bárust
nokkuð í tal orlofshúsabygging-
ar að Hreðavatni og víðar og
breytingar á rekstri Bifrastar
yfir sumartímann og var svo
reyndar á öllum þeim fundum,
sem á eftir fylgdu. Hefur komið
til tals að Starfsmannafélag
KBB eignist hús að Hreðavatni
og hefur formaður kaupfélags-
ins, Daníel Kristjánsson, bóndi
og skógarvörður á Hreðavatni
verið þess mjög hvetiandi.
Þriðjudagurinn rann upp með
fegursta haustveðri, sem hægt
er að hugsa sér og ágætur dag-
ur var að baki, sem lofaði góðu
um framhaldið. Ég hafði líka
orðið aðnjótandi góðrar gest-
risni þeirra Þóris og konu hans,
6 HLYNUR