Hlynur - 15.02.1974, Qupperneq 9

Hlynur - 15.02.1974, Qupperneq 9
Stjórn Starfsviannafélags Kf. Skagfirðinga (frá vinstri): Sveinn Friðvinsson gjaldk., Friðrik Sigurðsson varaform., Gunn- ar Haraldsson ritari og Alfur Keiilsson form. A myndina vantar Ola M. Þorsteinsson meðstj. — Stjórn Starfsmannafélags KEA (frá vinstri): Anna Tryggvadóttir meðstj., Einar Gunnarsson gjaldk., Guðmundur Búason form., Davíð Jóhannsson ri.ari og Sigríður Helgadóttir varaform. Myndin er tekin í starfsmannasal KEA. vinnutryggingum, og héldum við hópinn á Hótel KEA. Strax a föstudeginum var haldinn sameiginlegur fundur stjórna starfsmannafélaga KEA og verk- smi'öj a Sambandsins ásamt stjó:narmönnum í aðalstjórn f'Is> þeim Gunnlaugi P. Krist- ínssyni og Þórarni Magnússyni. Kom reyndar upp úr dúrnum, a3 þetta var í fyrsta sinn að stjórnir þessara félaga hittust til fundar. Á þessum fundi var fjallað um sameiginleg mál LÍS °g þessara félaga og félagsfundi þeirra þá um helgina, en þar átti að leita staðfestingar félag- anna á inngöngu í LÍS. Á laug- a"deginum var svo félagsfundur 1 Starfsmannafélagi KEA og var öann heldur fásóttur, þegar tekið er tillit til hinna nærri f.íögurhundruð félagsmanna. ^undurinn var haldinn í vist- iegum og notalegum sal, sem starfsmannafélagið hefur til umráða. Samþykkt var sam- hljóða á fundinum aðild Starfs- mannafélags KEA að LÍS, og spunnust á fundinum fjörugar umræður um landssambandið og verkefni þess. Var m. a. rædd sú hugmynd að hluti af tekjum landssambandsins rynni beint til starfsemi á Akureyri, og möguleika á því að fá starfs- mann til að vinna að málum samvinnustarfsmanna á Akur- eyri en þeir eru á annað þúsund. Slíkur starfsmaður gæti þá jafn- framt unnið fyrir LÍS og verið tengiliður þess við aðra sam- vinnustarfsmenn á Norðurlandi. Formaður Starfsmannafélags KEA nú er Guðmundur Búason og stýrði hann þessum félags- fundi. í spjalli við hann og Gunnlaug P. Kristinsson, stjórn- armann LÍS, um starfsemi starfsmannafélagsins, kom fram eftirfarandi. Starfsmannafélag KEA er elsta félag samvinnu- starfsmanna hérlendis, stofnað 1931. Eitt fyrsta veikefni félags- ins var að reisa sér skála í Vaglaskógi, sem nefnist „Bjark- arlundur“. Skáli þessi hefur not- ið mikilla vinsælda á liðnum ár- um, en hins vegar fullnægir hann ekki lengur þörf félagsins fyrir orlofsaðstöðu og ekki eru möguleikar á byggingu fleiri húsa í Vaglaskógi. Hefur starfs- mannafélagið haft uppi áform um það að eignast tvö hús að Hreðavatni í næsta áfanga þar. Árshátið og barnaskemmtun eru fastir liðir hjá félaginu. Hins vegar hefur lítið farið fyrir ferðalögum hin síðari ár. Starf- andi eru innan félagsins m. a. bridgenefnd, skáknefnd og í- þróttanefnd. Hafa bridgemenn þreytt keppni við Sambands- menn í Reykjavík í fjölda ára og oft haft sigur. Nú er keppt um bikar, sem Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri hefur gefið og hefur hvort lið unnið hann einu sinni. Þá hefur einnig verið keppt við starfsmenn verksmiðj- anna í bridge, og staðið fyrir tvímenningskeppnum,. Skák- menn á KEA marga góða, m. a. er formaðurinn þar með þeim snjöllustu. S. 1. vetur kom sveit suður til Reykjavíkur til keppni við skákklúbb Hamragarða og vann sigur. Fara Reykvíkingar væntanlega norður í vetur og endurgjalda heimsóknina. Þá hafa skákmenn KEA árlega þreytt keppni við Skákfélag Ak- ureyrar og nemendur Mennta- skólans. íþróttamenn á KEA marga og góða. Er árlega tekið þátt i firmakeppnum í fótbolta og handbolta. Á s. 1. ári urðu lið Starfsmannfélags KEA i öðru sæti í báðum þessum keppnum. í vetur tók starfsmannafélag- ið upp samstarf við Námsflokka Akureyrar um kennslu í ensku og dönsku, og greiðir KEA náms- gjöld þeirra, sem ljúka námi í þessum greinum. Þá hafa starf- að í vetur tveir námshringir meðal starfsmanna KEA. Ann- HLYNUR 9

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.