Hlynur - 15.02.1974, Síða 10
ar hefur tekið fyrir bréf Bréfa-
skóla SÍS og ASÍ um fundarstj.
og fundarreglur og hinn bréf
skólans um betri verslunarstjórn.
Gunnlaugur P. Kristinsson hef-
ur stjórnað þessum námshringj-
um og lét hann vel af þeirri
reynslu, sem komin væri. Les-
hringastarfsemi er svo til óþekkt
hérlendis. Á Gunnlaugur og þeir
KEA-menn þakkir skildar fyrir
frumkvæði í þessum málum.
Nýmæli má nefna og það er,
að s. 1. sumar fékk KEA veiði-
réttindi í nokkrum vötnum á
Skaga og hefur gefið starfs-
mönnum kost á veiði þar endur-
gjaldslaust. Starfsmannafélagið
á fulltrúa í stjóm Lífeyrissjóðs
KEA, þ. e. einn af þremur og sit-
ur Finnbogi Jónasson nú í sjóðs-
stjórninni af hálfu starfsmanna.
Sunnudaginn 18. nóvember var
svo boðað til félagsfundar hjá
Starfsmannafélagi Verksmiðja
Sambandsins á Akureyri. Eitt-
hvert fjúk var á götunum þann
daginn, og til fundar mættu 5!,
en starfsmenn verksmiðjanna
eru nú um sjö hundruð. Ekki vil
ég nú segja að ég hafi sérstakt
aðdráttarafl fyrir fólk, hvorki á
fundum né annars staðar, en
þessu bjóst ég nú ekki við. Þar
sem stjórn félagsins var ekki
einu sinni öll mætt, var fundi
frestað til næsta laugardags, en
þá gerði Sigurður Þórhallsson
grein fyiir starfsemi LÍS, og á
þeim fundi var samþykkt aðild
að landssambandinu. Við þessi
fáu, sem mættum á sunnudeg-
inum snérum þessu upp í spjall
um félagið og ýmis verkefni.
Var vissulega af nógu að taka,
og hafa starfsmenn Sambands-
verksmiðjanna vissulega öll
tækifæri til að drífa upp fjöl-
þætt félags- og menningarlíf. Á
s. 1. ári var félaginu afhentur
mjög glæsilegur salur til afnota.
Þar eru 350 stólar og prýðis að-
staða fyrir allt að tvö hundruð
manns að hafa þar borðhald og
dans. Þarna er gott leiksvið og
fullkomin hljómflutningstæki
eru til staðar. Svo eru smærri
herbergi til fundarhalda og eld-
hús.
í spjalli við þá Ingólf Ölafs-
son, formann starfsmannafé-
lagsins, og Þórarin Magnússon,
varaformann og stjórnarmann
LÍS, kom fram, að verið væri að
gera tilraun með klúbbstarfsemi.
Hefðu eftirtaldir klúbbar verið
stofnaðir: Skákklúbbur, bridge-
klúbbur, íþróttaklúbbur, ferða-
klúbbur, spilaklúbbur, leikklúbb-
ur, kvikmyndaklúbbur, söng-
klúbbur og borðtennisklúbbur.
Á s. 1. sumri tók ferðaklúbburinn
sig til og fjölmennti til Gríms-
eyjar með Drangi. Þótti það
mikil og góð ferð. Bridgemenn
kepptu við Sambandsmenn í
Reykjavík s. 1. vetur á heima-
vígstöðvum og stefna að suður-
ferð í vetur. Þá eru opin kvöld
fyrir skák, spil og borðtennis og
kvikmyndaklúbburinn er að út-
vega sér 16 mm sýningarvél fyr-
ir salinn. Það kom fram í þessu
rabbi um félagið að barnaheim-
ilismál hefur borið nokkuð á
góma, og hafa forráðamenn
verksmiðjanna og Iðnaðardeild-
ar sýnt áhuga á því. Málið hef-
ur borist til bæjaryfirvalda varð-
andi lóð, en litið orðið um svör
þaðan ennþá. Þetta er mjög
brýnt mál fyrir bæði verksmiðj-
urnar og starfsfólkið m. a. með
tilliti til þess, að um eða yfir
helmingur starfsfólksins er kon-
ur. Þá var pöntunarfélag á dag-
skrá og kom þar fram að verk-
stjórar verksmiðjanna hafa sér-
stakt pöntunarfélag. Er vissu-
lega ástæða til þess að allir
starfsmenn sitji þar við sama
borð. Starfsmannafélagið kýs
tvo menn í stjórn lífevrissjóðs
verksmiðjanna af fimm. Full-
trúar félagsins eru nú Jóhann
Bjarmi Simonarson og Hafliði
Guðmundsson.
Starfsmannafélag Verksmiðja
Sambandsins var stofnað 3. maí
1936, og því annað elsta starfs-
mannafélag samvinnustarfs-
manna. Aðeins KEA-félagið er
eldra. Ég varð þess áþreifanlega
var á Akureyri að félagslíf sam-
vinnustarfsmanna á þar erfitt
uppdráttar. Mik.il vinna á þar
vissulega nokkra sök en þó ekki
nema að hluta.
Það er því vissulega mjög
brýnt að forráðamenn KEA og
Iðnaðardeildar Sambandsins og
starfsmannafélögin geri í sam-
einingu átak til að snúa ræki-
lega við þessu undanhaldi. Þarna
á LÍS líka vissulega verk að
vinna. Það er vonlaust að gera
eitthvað svo vit sé í án starfs-
manns, sem tima hefur til að
sinna félagsmálum sem aðal-
Lesliringur útibússtjóra Matvörudeildar KEA í „Betri verzlunarstjóm“ ásamt
Gunnlaugi P. Kristinssyni.
10 HLYNUR