Hlynur - 15.02.1974, Síða 11

Hlynur - 15.02.1974, Síða 11
Stjórn SF/SIS á Akureyri (frá vinstri): Þórarinn Magnússon varaform., Björn Viggósson meðstj., Stefanía Einarsdóttir tneðstj., Kristinn Amþórsson gjaldk., Ingólfur Olafsson form., Páll Júlíusson meðstj. og Jóhanna Tryggvadóttir ritari. ' Stjóm Starfsmannafélags samvinnufélaganna í A-IIúnavatnssýslu (frá vinstri): Ragnar 1. Tómasson, Grímur Gíslason formaður, Sveinn Ellertsson, Hallbjörn Hjartarson og Ari G. Guðmundsson. Auk þeirra eru í varastjórn Sigmar Jónsson °9 Sigurjón Valdimarsson. starfi. Starfsmenn KEA og Sam- bandsins á Akureyri eru nú um tólfhundruð. Ég sá einhvers staðar í blaði að Verkamanna- félagið Eining á Akureyri hefði atta starfsmenn á sinni skrif- stofu. Þó eru félagar í því ekki nema um 1600 ef ég man rétt. Samvinnustarfsmenni'rnir tólf- hundruð hafa engan starfs- ®ann. Gunnlaugur P. Kristins- son félagsmálafulltrúi hjá KEA hefur reynt að berja í mestu brestina, en hann hefur nóg á smni könnu, þar sem eru hinir sexþúsund félagsmenn KEA. Það veit enginn nema sá sem reynir, hversu félagsmál eru Wmafrek og mikið þolinmæðis- 'erk. Hinn merki samvinnubær, Akureyri, á ekki að láta það líð- ast að félagsvitund meðal starfs- wanna sé útrýmt sökum tíma-, ahuga- og framtaksleysis. Sam- V1nnuhreyfingin hefur engin efni á slíku, og ef hún telur sig hafa það, þá hefur hún engin efni á því að vera til að mínu niati. Ekki fleiri orð um þetta, aðeins athafnir. Þessi helgi á Akureyri var ekki sérlega uppskerurík í félagslegu tilliti, en þó var mjög fróðlegt að hitta þá menn, sem eru í forsvari starfsmannafélaganna og ræða málin. Það er kannski megintilgangur ferðalags eins og þessa, að sýna sig og sjá aðra, skiptast á skoðunum, skapa per- sónuleg kynni og kynnast kring- umstæðum, sigrum og undan- haldi. Það freistast margir til þess að halda, að hægt sé að stjórna heiminum á skrifstofu- stól í Moskvu eða Washington eða jafnvel í Reykjavík. Önnum kafnir framkvæmdastjórar sam- vinnufélaganna gleyma því held ég á stundum í dagsins önn, að til er fólk utan Reykjavíkur, og það er þetta fólk, sem heldur uppi samvinnuhreyfingunni á íslandi í dag, og þetta fólk vill sjá sína menn. Ég held að það væri ráð, að á hverju ári ferð- aðist einn af framkvæmda- stjórum Sambandsins í einn mánuð að minnsta kosti milli kaupfélaganna úti á landi, kynnti sér starfsemi þeirra, ræddi við starfsfólk og héldi fundi. Ég held að þetta mundi meira að segja skila sér í pen- ingum. Svalbarðseyri Áfram með ferðasöguna. Á mánudeginum var fyrst ekið til Svalbarðseyrar og heilsað uppá Karl Gunnlaugsson, kaupfélags- stjóra. Maður fékk það strax á tilfinninguna, að kaupfélags- skrifstofan á Svalbarðseyri væri samsafnari flestra þeirra mála, sem upp koma í þeirri sveit. í litlu kaupfélögunum er mannlífið vissulega nálægara og persónulegra en þar sem stór- veldin rikja. Ég var á sínum tíma mikill fylgismaður þess aö fækka kaupfélögum og var Kaupfélag Svalbarðseyrar eitt af þeim, sem þá hefði átt að skera. Nú hefur mikill efi sest að þess- ari skoðun. Gott kaupfélag er ek.ki bara velreknar búðir, slát- urhús og mjólkurbú. Gott kaup- félag er líka samgróið mannlífi síns bæjar og héraðs, hluti um- hverfisins en ekki eitthvað ó- persónulegt og framandi, jafn- vel fráhrindandi og góður kaup- félagsstjóii á jafnframt að vera „Jón prímus“ sinnar byggðar. Á Svalbarðseyri var erindum LÍS vel tekið og því heitið, að kaupfélagið skyldi ganga í lands- sambandið fyrir hönd starfs- fólks. Átti ég um þetta gott sam- tal við Ásgeir Stefánsson, starfs- mann kaupfélagsins. Húsavík Að lokinni viðkomu á Sval- barðseyri var haldið áfram til HLYNUR 11

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.