Hlynur - 15.02.1974, Page 14

Hlynur - 15.02.1974, Page 14
Jónas Valdimarsson er fæddur 25. júlí 1898 í Keflavík. Foreldrar hans voru Valdimar Jónasson stýrimað- ur og kona hans Júlía Jónsdóttir. Þegar Jónas var fimm ára gamall, fórst faðir hans í fiskiróðri. í fram- haldi af þeim atburði lá leið hans vestur í Dýrafjörð, þar sem hann ólst upp hjá vandalausum manni, Finnboga Friðrikssyni á Núpi. Frá 14 ára aldri stundaði Jónas sjó- mennsku, unz hann réðist til Sam- bandsins 1. júní 1947, fyrst sem lausráðinn vikukaupsmaður og síðar fastráðinn starfsmaður á smurstöð Sambandsins, unz henni var lokað fyrir rúmu ári síðan. Vinnur hann nú um stund við móttöku og hreins- un bíla. —• Jónas er kvæntur Krist- björgu Þóroddsdóttur, og áttu þau saman fimm börn. Mynd af Jónasi var því miður engin til. Skarphéðinn Kristjánsson er fæddur að Hraunsmúla í Staðar- sveit á Snæfellsnesi 17. maí 1922. Foreldrar hans voru Danfríður Brynjólfsdóttir og Kristján Páls- son búendur þar. Hann ólet þar unp við almenn sveitastörf, en lagði því næst fyrir sig akstur bifreiða. Til Véladeildar Sambandsins réðst hann 1. sept. 1948 til afgreiðslu varahluta og hefur unnið hjá deildinni síðan. — Kvæntur er Skarphéðinn Ágústu Guðmundsdóttir, og eiga þau fimm börn. Svavar Sigurðsson er fæddur 23. júní 1918 að Litlu-Ásgeirsá í Vest- ur Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson og Guðbjörg Símonardóttir búendur þar. Svavar fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 8 ára að aldri. Að loknu skyldunámi stundaði hann sjó- mennsku um 20 ára skeið, þar á meðal hjá Eimskipafélagi íslands. í maímánuði 1946 réðist hann til Skipadeildar Sambandsins á Hvassafell og var þar um 10 ára skeið. Þá gerðist hann verkstjóri hjá Sambandinu, um árabil í Þorláks- höfn og nú við Sundahöfn. — Svav- ar er kvæntur Erlu Valdimarsdótt- ur, og eiga þau þrjú börn. ★ Úr ýmsum áttum Afmælisrit Pf. Eskfirðinga Pöntunarfélag Eskfirðinga á fjörutíu ára starfsafmæli um þess- ar mundir, og af því tilefni hefur félagið gefið út myndarlegt af- mælisrit, um 70 lesmálssíður að stærð. Samningu ritsins hefur Einar Bragi Sigurðsson rithöfund- ur annazt, en þar rekur hann verzl- unarsögu Eskifjarðar það sem af er þessari öld, m. a. aðdraganda og stofnun Pöntunarfélagsins, auk þess sem hann greinir frá æviferli Arnþórs Jensens, sem verið hefur framkvæmdastjóri þess frá byrjun. Þá eru allmargar myndir í ritinu, taldir eru upp allir stjórnarmenn þess og endurskoðendur og einnig starfsfólk frá byrjun, og loks eru birtir reikningar félagsins fyrir ár- ið 1972. Rit þetta er hið myndar- legasta að allri gerð og til mikillar fyrirmyndar hvað frágang snertir. KEA-fregnir 3. tbl. s. 1. árs af KEA-fregnum, fjölrituðu fréttabréfi Kf. Eyfirðinga á Akureyri, barst okkur í hendur skömmu fyrir jólin. Þar eru birtar ýmsar fréttir úr starfsemi félagsins, m. a. frásögnin af skipulagningu nýbyggingar þess við Hafnarstræti 95 á Akureyri, sem við birtum hér í síðasta blaði. •— Ábyrgðar- maður KEA-fregna er Valur Arn- þórsson kfstj., en umsjón annast Gunnlaugur P. Kristinsson fræðslu- fulltrúi félagsins. Tankflutningar á mjólk í KEA-fregnum segir m. a. frá þvi, að í byrjun okt. s. 1. hafi byrj- að tankflutningar á mjólk með sér- stökum tankbílum til Mjólkursam- lags KEA, en það hefur keypt tvo bíla í þessu skyni. Getur hvor um sig flutt 7.500 lítra í einu. í vetur átti síðan að taka mjólk tvisvar í viku af um 60 bæjum á Svalbarðs- strönd og í Öngulstaðarhreppi, svo fremi að færð leyfði, en annan hvern dag á sumrin. Fyrsta dag tankflutninganna voru fluttir rúm- lega 7.000 lítrar frá 14 bæjum á Svalbarðsströnd, og tókst það með ágætum. Á aðalfundi Mjólkursamlagsins 1971 var samþykkt, að unnið skyldi að tankvæðingu samlagssvæðisins í áföngum, og á henni að ljúka 1977. Allt frá stofnun samlagsins 1928 hafa bændur sjálfir séð um flutn- ing mjólkurinnar til þess, og þessi 45 ár hefur hún öll verið flutt í mjólkurbrúsum. En með þeirri treytingu, sem nú verður með til- komu tankbílanna, mun Mjólkur- samlagið taka að sér að annast flutningana. Málverk til Danadrottningar Þegar Margrét Danadrottning og H'nrik eiginmaður hennar komu til Akureyrar í sumar, höfðu þau á- samt föruneyti sínu aðsetur á Hótel KEA þær 5—6 stundir, sem þau stóðu við í bænum. Kaupfélags- stjóri KEA tdkynnti drottningu, að KEA gæfi henni málverk til minja um dvölina á hótehnu, en það er eftir Kára Eiríksson og heitir „Fjallakyrrð". Það er nú komið á sinn stað í bústað drottmngar, og hefur KEA borizt mjög vinsamlegt þakkarbréf frá henni fyrir gjöfina. Félagsmálastarfsemi Þá segir einnig talsvert frá fé- lagsmálastarfsemi KEA í frétta- bréf'nu. M. a. voru húsmæð»-afund- ir haldnir s. 1. vor víðs vegar á fé- lagssvæð'nu, sem 375 konur sóttu, og fyrri hluta ársins fensu efstu bekkir unglingaskóla í Eyjafirði flestir heimsókn af fræðslufulltrúa félassins, sem sýndi litskuggamynd- ir, flutti erindi um starfsemi KEA og uppbyggingu kaupfélaga og svar- aði fyrirspurnum. Þá segir þar frá leshringastarfsemi á vegum félavs- ins, sem HLYNUR hefur áður skýrt frá, og loks er þess getið, að 25—30 starfsmenn KEA stundi nú nám í ensku og dönsku á tungumálanám- skeiðum í samvinnu v;ð Námsflokka Akureyrar. Greiðir kaupfélagið hluta námsgjalds þeirra starfs- manna, sem ljúka námskeiðinu. Vörur í heilum pakkningum með afslætti S. 1. vor hóf Birgðastöð Matvöru- deildar KEA sölu á nokkrum mat- 14 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.