Hlynur - 15.05.1974, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.05.1974, Blaðsíða 2
Uppbygging Kaupfélags Vestmannaeyja í fullum gangi Viðtal við Georg Hermannsson kaupfélagsstjóra Fyrir rúmlega hálfu öðru ári (8. tbl. 1972) birtist hér í blaðinu ýtarlegt viðtal við Guðna B. Guðnason þáverandi kaupfélags- stjóra í Vestmannaeyjum, þar sem hann rakti starfsemi kaup- félagsins þar og greip á ýmsum þáttum varðandi æskilegar end- urbætur á verzluninni í Eyjum. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa gerzt þeir atburðir þar, sem ekki er þörf á að rekja hér, og er þar átt við eldgosið í Heimaey og öll þau ósköp, sem í kjölfar þess fylgdu. Núna er eldgosið hins vegar afstaðið, meirihluti Eyjabúa kominn heim aftur, mestur hluti bæjarins hreinsaður af vikri og gjalli og uppbyggingin þar í fullum gangi. Við Kaupfélagi Vestmannaeyja hefur tekið ung- ur og ötull kaupfélagsstjóri, Ge- org Hermannsson áður verzlun- arstjóri og búðaeftirlitsmaður hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, og um miðjan maí brugðum við okkur til Eyja og áttum við hann viðtal um endurreisn kaupfé- lagsins. Þess má geta í framhjá- hlaupi, að undirritaður fékk i leiðinni að kynnast áþreifanlega öryggisleysinu, sem enn ríkir i samgöngumálum Eyjabúa, því að vegna óhagstæðrar vindáttar féll niður flugferðin, sem hann ætlaði burt með, og kostaði það óvænta næturgistingu þar úti, en til allrar hamingju við frá- fíeorg Ilermannsson. bært atlæti. En viðtalið við Ge- org hófum við með því að biðja hann um að segja stuttlega frá þeirri eyðileggingu, sem varð i gosinu á eigum félagsins. — Fyrir gos rak félagið fjórar matvörubúðir, svarar Georg — að Bárugötu 7, Heimagötu 37, Hólagötu 28 og Kirkjuvegi 21, vefnaðarvöruverzlun og búsá- haldaverzlun að Bárugötu 6, byggingavöru- og timbursölu við Flatir og auk þess kjötvinnslu að Bárugötu 7. Þetta lokaðist allt, og síðan fór húsið við Heimagötu, þar sem ein verzlun- in var, nánast á kaf í vikur og er nú í hraunjaörinum og þannig utangarðs í bænum. Af sömu ástæðu er verzlunin við Kirkju- veg nú staðsett þannig, að þar er ekki lengur grundvöllur fyrir matvöruverzlun, þvi að hún er nú aðeins örskammt frá hraun- jaðrinum. Þegar gosið hófst, hraktist kaupfélagið í land með megnið af vörubirgðum sínum og stóran hluta af verzlunaráhöld- um og innréttingum. Skömmu síðar var töluvert mikið af vöru- lager félagsins selt á útsölu í Reykjavík, en mjög fljótlega, eða seint í febrúar, opnaði félagið hins vegar aftur verzlun sína við Hólagötu hér í Eyjum. Þetta var gert fyrir beiðni stjórnar Við- lagasjóðs og við ákaflega erfiðar aðstæður, að ekki sé meira sagt, ekki sízt að því er snerti það að fá fólk til starfa þar. Þessi verzl- un var svo rekin samfellt allan þann tíma sem gosið stóð og raunar talsvert lengur, og sá Garðar Arason starfsmaður fé- lagsins um rekstur hennar allan tímann. Þetta var gert vegna þess, að til kaupfélagsins var leitað um að veita þessa þjón- ustu, og hér sannaðist það eins og oft áður, að það er löngum kaupfélagið, sem síðast flýr. Þessi verzlun var svo rekin með óskaplegum erfiðleikum og tapi mánuðum saman, fyrst og fremst vegna þess, að hér var tiltölulega lítið af fólki og mest karlmenn, sem unnu myrkranna á milli og voru i fæði hjá mötu- neyti Viðlagasjóðs, en leituðu að- eins til verzlunarinnar um kaup á ýmsum smávægilegri nauð- synjavörum. Þessari þjónustu hafði kaupfélagið sem sagt hald- ið uppi hér í marga mánuði, þeg- ar fólki fór að fjölga hér aftur s.l. haust, en þá fyrst fóru kaup- menn að hugsa sér til hreyfings. Þegar ég kom hingað upp úr síð- ustu áramótum, þá voru allar matvöruverzlanir, sem hér voru starfandi fyrir gosið, farnar í gang eða i þann veginn að byrja, auk ýmissa annarra verzl- 2 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.