Hlynur - 15.05.1974, Side 5
Til vinstri er Bárugata 7, þar sem Kf. Vestmannaeyja hefur nú opnað vörumarkað. Til hægri er Bárugata 6, þar sem
vefnaðarvöru- og búsáhaldaverzlanir hafa nú verið opnaðar, en skrifstofur félagsins eru á efri hœðinni.
— En nú hafið þið þegar farið
af stað með verzlun með vöru-
markaðssniði. Er það öruggt, að
raunverulegur grundvöllur sé
hér fyrir slíka verzlun?
— Þetta er einmitt atriði, sem
ég tók til sérstakrar athugunar,
þegar ég kom hingað, og þá afl-
aði ég mér allra fáanlegra upp-
lýsinga um matvöruverzlunina
hér og gerði á þeim grundvelli
rekstraráætlun fyrir vörumarkað
hér. íbúafjöldinn þá var um
2.500 manns, og miðað við með-
alneyzlu á íbúa samkvæmt verð-
lagi 1973 af þeim vörum, sem við
verzlum með, þá reiknaði ég með
45 þúsund krónum á hvern íbúa.
Það gefur þá útkomu, að árs-
neyzla þessara 2.500 manna af
vörumarkaðsvörunum væri ekki
nema um 112.5 miljónir króna,
og samkvæmt útreikningum
mínum sýndist mér, að vöru-
markaður hér þyrfti að ná um
40 miljón króna árssölu til að
standa undir sér, eða með öðr-
um orðum að hann yrði að ná
til sin allverulegum hluta af
þessari verzlun. Jafnframt þessu
tók ég það inn í myndina, að
fólki hér myndi fjölga og gerði
ráð fyrir, að hér yrðu um 3.000
manns í byrjun maí, sem hefur
staðizt, og um 3.500 manns næsta
haust, en slík fjölgun hækkar
vitaskuld upphæð neyzlunnar og
eykur möguleika þessarar verzl-
unar. Samkvæmt þessum athug-
unum mínum leit þetta því alls
ekki illa út, og það varð enn til
að styrkja það, að lauslega áætl-
að sýndist mér einnig, að mark-
aðshlutfall kaupfélagsins hér
árið 1972 myndi samkvæmt þess-
um neyzlutölum mínum hafa
verið um 30% í öllum fjórum
matvöruverzlunum þess saman-
lögðum. Hins vegar má geta þess
í sambandi við þetta, að miðað
við söluskattskil mun markaðs-
hlutfall kaupfélagsins hafa legið
nærri 50%, að því er mér er sagt.
— Nú eru verzlanir með vöru-
markaðssniði tiltölulega ný-
komnar til sögunnar hér. Þú
myndir kannski útskýra það dá-
lítið nánar, að hvaða leyti þessi
verzlun ykkar er frábrugðin því,
sem við höfum átt að venjast.
>— Þetta byggist meðal annars
að verulegu leyti á því, að bíla-
eign hér í Vestmannaeyjum hef-
ur á sama hátt og annars staðar
á landinu aukizt mikið og fólk
notar bíla sína meir við innkaup
en áður var, og kaupir þá sjaldn-
ar inn og meira í einu. Sömu-
leiðis byggist þessi vörumarkað-
ur eins og aðrir á því, að fólk
sæki hann sem víðast að og
kaupi í verulegu magni í einu.
Þá veitum við ákveðinn afslátt
þarna frá lögleyfðri álagningu,
þannig að vöruverð er á flestum
vörum nálægt 10% undir venju-
legu búðarverði, og auk þess er
miðað við að verzla sem mest við
Birgðastöð Samþandsins og hag-
nýta þá þjónustu hennar, að
hún reiknar út smásöluverðið
fyrir okkur eftir þessu prógrami.
Til þess að þetta sé hægt verðum
við líka að ná niður launakostn-
aðinum, og það er ekki hægt
nema með því að skerða þjón-
ustuna. Það gerum við m. a. með
styttum opnunartíma, en vöru-
markaðurinn er opinn kl. 10—
12.30 og 15—18 í fimm daga vik-
unnar og auk þess fram til kl.
22 á föstudögum, en lokað á
laugardögum. Sömuleiðis spörum
við i innréttingum og setjum
vörurnar fram í búðina í um-
búðakössunum, sem þær berast
okkur í. Auk þess verður að ná
miklum veltuhraða, eða velta
birgðunum ekki sjaldnar en
tvisvar og hálfu sinni í mánuði.
Þá pakkar fólkið sjálft vörum
sínum við kassana, við seljum
eingöngu gegn staðgreiðslu, af-
greiðum engar símapantanir,
sendum ekki heim annað en það
sem fólk hefur sjálft tekið til í
búðinni og greitt þar, og þá gegn
100 kr. heimsendingargjaldi, og
auk þess leggjum við ekki til um-
búðir aðrar en bréfpoka, og svo
pappakassa, ef til eru.
HLVNUR 5