Hlynur - 15.05.1974, Page 3
llólagata 28, þar
sem Kf. Vestmanna-
eyja rak verzlun
mestallan gostím-
ann,
ana, en kaupféiagið var einungis
með þessa einu búð opna. Það
má geta þess, að hér eru reknar
í dag fyiir utan verzlanir kaup-
félagsins fimm matvöruverzlan-
ir, auk a. m. k. fimm söluturna,
sem allir verzla með takmarkaö
úrval af matvörum, og þar fyrir
utan eru svo talsvert margar
sérvöruverzlanir af ýmsu tagi.
— En svo hefur verið tekið hér
til hendinni síðustu mánuðina,
er ekki svo?
— Þegar ég kom hingað eftir
áramótin var verzlunin við Hóla-
götu orðin mjög illa farin og af
skiljanlegum ástæðum búið að
ofbjóða þar bæði húsnæði og
kælitækjum. Auk þess hafði ver-
ið opnuð hér fyrir jólin smá-
vægileg sala á búsáhöldum i
hluta af eldri búsáhaldaverzlun
félagsins, en henni var lokað
aftur um áramótin. Það sem síð-
an hefur gerzt er í stuttu máli
það, að laugardaginn 2. febrúar
var opnaður vörumarkaður á-
samt bátasölu að Bárugötu 7, og
samtímis því var verzluninni við
Hólagötu lokað. Síðan tókum við
hinn 17. febrúar við timbursölu
FORSIÐAN: Veggskrcyting hjá Kaupf.
Vestmannaeyja, gerð af Guðna Iler-
mansen listmálara.
félagsins af Viðlagasjóði, en
hann hafði fengið húsnæði og
aðstöðu hennar til afnota og
haft þar aðalbækistöð sina í
sambandi við björgun fasteigna
hér í Eyjum. Hinn 15. marz opn-
uðum við siðan vefnaðarvöru-
verzlunina að nýju, og núna er
verið að leggja síðustu hönd á
lagfæringu búsáhaldaverzlunar-
innar og stendur til að opna
hana nálægt 20. maí. í framhaldi
af því er síðan áætlað að opna
aftur matvöruverzlunina við
Hólagötu í júní, væntanlega með
kjörbúðarsniði. Loks er fyrirhug-
að að fara aftur af stað með
kjötvinnslu félagsins, en það
verður þó i smærri stíl en áður
var. Eins og gefur að skilja hef-
ur það kostað mikla vinnu og
fyrirhöfn að koma þessari starf-
semi af stað aftur, en i því sam-
bandi má geta þess, að allar lag-
færingar og viðgerðir á húsnæði
félagsins hafa annazt þeir Sig-
urður Sigurðsson og Kristján
Sigurðsson frá Hvolsvelli, og þeir
hafa unnið það verk með hinni
mestu prýði.
—■ Nú byggist rekstur Kaup-
félags Vestmannaeyja eingöngu
á smásöluverzlun, sem hefur eins
og allir vita átt erfitt uppdráttar
síðustu árin. Verður ekki erfitt
að reisa rekstur félagsins við í
allri þeirri samkeppni, sem þú
nefndir áðan?
— Það er rétt, að rekstur fé-
lagsins er eingöngu smásölu-
veizlun, sem hefur gengið mis-
jafnlega hér eins og annars stað-
ar, og sérstaklega voru tvö sein-
ustu árin fyrir gos erfið hér hjá
félaginu. Á hinn bóginn er það
líka augljóst, að það eru einmitt
smáar verzlanir, sem eru yfirleitt
alls staðar að leggja upp laup-
ana, og þarf reyndar ekki að
líta lengra en til Reykjavíkur
til að sjá, að þar er kaupmaður-
inn á horninu á stöðugu undan-
haldi. Það er helzt til marks um
það, að þar hafa síðustu rnánuð-
ina verið þetta 40—50 verzlanir
fáanlegar til sölu eða leigu.
Sama þróun hlýtur að verða hér,
enda er það skoðun mín, að hér
í Eyjum séu nú allt of margar
verzlanir. En áður en hins vegar
er hægt að fara að gera raun-
hæfar frambúðaráætlanir um
breytingar á rekstri félagsins,
þá þarf að koma endanlega i
ljós, hvernig hagur þess stendur
eftir það áfall, sem það varð
fyrir í sambandi við gosið. Þrátt
Garðar Arason við verzlunarreksturinn
meðan gosið stóð yfir. Strókurinn í
baksýn.
HLYNUR 3