Hlynur - 15.05.1974, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.05.1974, Blaðsíða 7
með tvær hendur tómar eða því sem næst, því að hér var aðeins vörulager, sem þurfti að eyða mjög mikilli vinnu í að gera sölu- hæfan. Þá hefur orðið að greiða allan viðgerðarkostnað hér út úr rekstrinum jafnóðum, því að bætur frá Viðlagasjóði hafa ekki borizt hingað enn. Þess vegna hefur það skapað mikla erfið- leika, hvað þessi byrjun hér hef- ur verið fjárfrek, bæði varðandi kostnað við viðgerðir og við að birgja búðirnar upp af vörum. — En hvað viltu segja um vöruaðdrætti hingað? — Flutningaþörfin hingað hefur aukizt gífurlega og Herj- olfur annar henni engan veginn lengur, enda er hann orðinn gamalt skip. Aðrar samgöngur við land eru engar nema flugið, °g það getur verið stopult. Mér bregður því mikið við hér frá Því sem ég átti að venjast í Borgarnesi, þar sem vörurnar komu beint af bílum inn í búð- irnar og voru þá aðeins hand- fjatlaðar á tveimur stöðum a leiðinni. Þó að meisaflutn- mgar hafi skapað rnikil þægindi 1 sambandi við vörusendingar hingað, fá vörurnar samt sem aður margfalt verri meðferð en með bílum, auk þess sem allur flutningskostnaður hingað er margfaldur á við það sem ég hef átt að venjast, eða t. d. ríflega helmingi hærri með skipi hing- að en með bíl upp i Borgarnes. Og ef flutt er með flugi, þá gerir flutningskostnaður heldur meira en að tvöfaldast frá því sem hann er með skipi. Það eru ekki sízt atriði á borð við þetta, sem valda aðstöðumuninum hjá því fólki, sem býr úti í dreifbýlinu, frá því sem Reykvíkingar eiga að venjast. HLYNUR þakkar Georg Her- mannssyni fyrir samtalið. - e. * FornihvaBisur 28 Veitingaskálinn Brú Veitingaskálinn Brú, sem er á vegamótum Norðurlandsvegar og Strandavegar hjá símstöðinni Brú í Hrútafirði, er starfræktur yfir sumarmánuðina, júní-sept- ember. Opnað var hinn 31. maí s.l., og er þetta þriðja sumarið, sem hann er rekinn, en áður var þarna lítil ferðamannaverzlun. Kaupfélag Hrútfirðinga á Borð- eyri rekur skálann. Þar vinna níu manns yfir hásumarið, en nokkru færri í júní og septem- ber. í sumar sér Guðný Þor- steinsdóttir um hinn daglega rekstur, og matseld annast Þór- halla Snæþórsdóttir matreiðslu- maður. Mikil viðskipti urðu strax við veitingaskálann sumarið 1972, og jukust þau verulega s.l. sum- ar. Höfuðáherzla er lögð á hreinlæti í hvívetna, og hefur sú viðleitni borið góðan árangur og vakið eftirtekt ókunnugra. Umgengni gesta er í bezta lagi, enda var húsið strax vel úr garði gert og vel búið tækjum. Sæti eru fyrir 50 manns i einu. Þá eru þarna til sölu ýmis konar vörur fyrir ferðafólk, m. a. til uppfyllingar í nestið, og viðlegu- útbúnaður er til að jafnaði, svo sem tjöld, svefnpokar og hitun- artæki. Gas er selt á kútum og fyllt á gashylki fólks, og líka er Esso-bensín og olíur selt á Brú. Þvottaplan er einnig á staðn- um, sem er mikið notað, en af- greiðslutími skálans er kl. 9— 23.30. Vitað er, að fólk þarf í sumum tilvikum á meiri þjónustu að halda en þarna er að fá, sérstak- lega með tilliti til bíla sinna, og er reynt að leiðbeina fólki og aðstoða það eftir föngum. Bif- reiðaverkstæði er á Borðeyri, sem er í 10 km fjarlægð frá Brú, og póstur og sími er í næsta ná- grenni, þar sem símstöðin Brú er. Mjög mikil umferð er orðin um Strandaveginn, bæði fólk á leið norður Strandir og jafnvel ekki síður um Laxárdalsheiði á leið til og frá Vestfjörðum um Dali og Snæfellsnes. Að vísu er fremur lítið gert fyrir veginn yfir heiðina, en hann er fær öll- um bílum, ef veðrátta er ekki mjög votviðrasöm. Á þessari leið er eftir að brúa eina á, en hún er að jafnaði mjög lítil. Vega- lengdin yfir Laxárdalsheiði er um 15 km á milli bæja. HI.YNUH 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.