Hlynur - 15.05.1974, Qupperneq 9
land Products, Inc., sem eins og
kunnugt er starfar í Bandarikj-
unum og er í eigu Sambandsins
og um 20 frystihúsa innan SAFF.
I skýrslum stjórnarformanns,
Erlendar Einarssonar forstjóra,
°g framkvæmdastjóra, Othars
Hanssonar, kom m. a. fram, að
afkoma fyrirtækisins undanfar-
iS hefur verið allgóð. Einnig
Föstudaginn 26. april tók
Kaupfélag Héraðsbúa í notkun
nýtt verzlunarhúsnæði á Egils-
stöðum. Bygging hússins var
hafin haustið 1972 og voru þá
sökklar þess steyptir. Vorið 1973
var síðan hafizt handa um að
steypa húsið upp, og var það
fokhelt um haustið það ár. í
vetur hefur verið unnið að inn-
réttingum í húsinu.
Húsið er 810 fermetrar að
stærð, og er verzlunin á 720 fer-
metra gólffleti í einum sal. Auk
verzlunarrýmisins eru í húsinu
frysti- og kæligeymslur, kjöt-
skurðarherbergi og lager. Þarna
verður verzlað með matvörur,
vefnaðarvörur, búsáhöld og
gjafavörur, leikföng, sportvörur
og heimilistæki, auk þess sem
afgreiðsla er í búðinni fyrir
bækur, blöð og ritföng, tóbak,
snyrtivörur og sælgæti.
Bvggingin er teiknuð af Teikni-
stofu Sambandsins, og arkitekt
hennar er Hákon Hertervig.
Veggir eru steinsteyptir, en loft-
ið borið uppi af límtrjám og
pappaklætt. Á langvegg þess að
utan mun Hringur Jóhannesson
gera veggskreytingu, og verður
því verki lokið i sumar.
Trésmiðja Kaupfélags Héraðs-
búa hefur haft umsjón með
framkvæmdum við bygginguna,
og er yfirsmiður Völundur Jó-
ræddu þeir nokkuð um söluhorf-
urnar þar vestra fyrir fram-
leiðslu fyrirtækisins, og spunn-
ust um þær talsverðar umræður.
í stjórn Iceland Products voru
kosnir þeir Erlendur Einarsson
forstjóri, formaður, Guðjón B.
Ólafsson frkvstj., Marteinn Frið-
riksson frkvstj. og Mr. Boswell,
lögfræðingur í Bandaríkjunum.
hannesson, en Hermann Eiriks-
son trésmiður hefur lengst af
unnið að smíðinni sjálfri.
Raflagnir annaðist Sveinn
Guðmundsson, Egilsstöðum, upp-
setningu kæli- og frystitækja
Gísli Ágústsson, Reykjavík, pípu-
lagnir Jón Ásgeir Jónsson, Egils-
stöðum, og málningu Ingvar Á.
Guðmundsson, Egilsstöðum. Múr-
verk annaðist Brúnás hf., Egils-
stöðum, undir stjórn Benedikts
Jónassonar.
Innréttingar voru keyptar af
norska firmanu Legra A/S í
Þrándheimi, og sáu Norðmenn
um uppsetningu þeirra, en Sig-
urður Jónsson verzlunarráðu-
nautur hjá Skipulagsdeild Sam-
bandsins hafði umsjón með upp-
röðun og skipulagi.
Frysti- og kæliklefar eru enskir
af gerðinni Foster, en mjólkur-
kælir og frysti- og kælitæki í
búð eiu frá Sviþjóð, frá fyrir-
tækjunum Gustavsberg og Levin.
Verzlunarstjóri í þessari verzl-
un er Jón Kristjánsson.
í framhaldi af þessari breyt-
ingu er fyriihugað að endur-
skipuleggja lagerhúsnæði kaup-
félagsins, þar sem gamla verzl-
unin var. Ætlunin er, að þar
verði járnvörudeild og pantana-
afgreiðsla, auk lagerhúsnæðis.
Það húsnæði er áfast nýja hús-
inu, og er grunnflötur allrar
byggingarinnar 1.450 fermetrar.
Kaupfélag Héraðsbúa byggði
fyrst verzlunarhús á Egilsstöðum
árið 1946, og er það hús enn í
notkun sem skrifstofuhúsnæði
og verzlunarhúsnæði fyrir járn-
vörudeild. Verzlunin flyzt nú úr
húsinu, og verður neðri hæðin
að hluta notuð sem aðstaða fyrir
starfsfólk.
Kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Héraðsbúa er Þorsteinn Sveins-
son. (Frá Kf. Héraðsbúa.)
Verzlun Kf lléraðsbúa að utan, myndir innan úr henni eru á næstu bls.
Ný verzlun Kf. Héraðs-
búa á Egilsstöðum
HLYNUR 9