Hlynur - 15.05.1974, Qupperneq 10

Hlynur - 15.05.1974, Qupperneq 10
Aðalfundir tryggingafélaganna Aðalfundir Samvinnutrygg- inga, Líftryggingafélagsins And- vöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf. voru haldnir að Hótel Sögu föstudag- inn 10. maí. Fundina sátu 23 fulltrúar víðs vegar að af land- inu, auk stjórnar félaganna, framkvæmdastjóra og nokkurra starfsmanna. í upphafi fund- anna minntist formaður stjórn- arinnar, Erlendur Einarsson, tveggja manna, sem átt höfðu sæti í fulltrúaráði félaganna og látizt höfðu síðan siðustu aðal- fundir voru haldnir. en það voru þeir Halldór Ásgrímsson fyrrv. kfstj. og alþm. og Jónas Jóhannesson tryggingafulltrúi. Þá bauð formaðurinn sérstak- lega velkomna til fundarins tvo fulltrúa starfsmanna félaganna, sem nú sátu fundina í fyrsta sinn. Tryggingafélög samvinnu- manna munu vera þau einu hér á landi, sem hafa á aðalfundum sínum sérstaka fulltrúa úr hópi starfsmanna sinna. Fundarstjóri var kjörinn Ól- afur Jensson verkfr. Kópavogi og fundarritarar þeir Sverrir Þór, Reykjavík, Jóhann Björnsson, Vestmannaeyjum, og Grétar Björnsson, Hvolsvelli. Rekstur og afkoma Erlendur Einarsson forstjóri flutti skýrslu stjórnarinnar og Ásgeir Magnússon frkvstj. skýrði reikninga félaganna. Þar kom m. a. fram, að heildariðgjalda- tekjur Samvinnutrygginga námu 661,8 milj. kr. á árinu 1973, en það var 27. reikningsár félags- ins. Höfðu iðgjaldatekjurnar aukizt um 58,7 milj. kr. eða tæp 10% frá fyrra ári, en þá ber þess að gæta, að vegna breyttra gjalddaga ábyrgðartrygginga bifreiða voru bókfærð iðgjöld þessara trygginga á árinu 1973 aðeins fyrir 10 mánuði á móti 16 mánaða iðgjöldum, sem bók- færð voru árið 1972. Iðgjalds- taxtar fyrir brunatryggingar fasteigna voru lækkaðar um 25% við endurnýjun þeirra í október 1973. Heildariðgjaldatekjur Líftrygg- ingafélagsins Andvöku námu 15,6 milj. kr. og höfðu aukizt um 3,9 milj. eða 32,8% frá fyrra ári. Andvaka varð 25 ára 9. maí, og i tilefni af því ákvað stjórn fé- Verzlunin á Egilsstöðum (sjá bls. 9) að innan. Se?n sjá má er kún rúmgóð og vöruval fjölbreytt. 10 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.