Hlynur - 15.05.1974, Qupperneq 12
Alþjóðlegi
samvinnudagurinn
Meðal rœSumanna var Baldvin Þ.
Kristjánsson.
ingarsjóður fasteigna, varasjóð-
ur, höfuðstóll og eigið trygginga-
fé, námu í lok ársins 1973 545,6
milj. kr. á móti 485,8 milj. í árs-
lok 1972.
Tryggingasjóður Andvöku nam
í árslok 1973 38,5 milj. kr. og
bónussjóður 9,7 milj. kr. Saman-
lögð tryggingaupphæð í gildi hjá
félaginu í árslok 1973 var 2.974
milj. kr.
Framkvæmdastjóraskipti og'
stjórnarkjör
Eins og kunnugt er lét Ásgeir
Magnússon, sem verið hefur
framkvæmdastjóri félaganna um
16 ára skeið, af störfum 15. maí.
Á fundinum og i hófi, sem stjórn
félaganna hélt fulltrúaráðs-
mönnum og nokkrum gestum að
honum loknum, flutti stjórnar-
formaður félaganna, Eclendur
Einarsson, Ásgeiri sérstakar
þakkir fyrir góð störf i þágu fé-
laganna og óskaði honum allra
heilla í nýju starfi. Jafnframt
óskaði hann hinum nýju fram-
kvæmdastjórum félaganna, þeim
Hallgrími Sigurðssyni og Jóni
Rafni Guðmundssyni, farsældar
í störfum.
í stjórn félaganna voru endur-
Alþj óðasamvinnusambandið
(International Co-operative Al-
liance, ICA) heldur árlega há-
tíðlegan hinn svonefnda Alþjóð-
lega samvinnudag, sem í ár er
hinn 52. í röðinni og ber upp á
laugardaginn 6. júlí. í tilefni af
deginum hefur ICA nú sent frá
sér árlegt ávarp sitt til sam-
vinnumanna um víða veröld.
í ávarpi sínu fagnar ICA m. a.
því, að Sameinuðu þjóðirnar
skuli hafa helgað árið 1974
mannfjölgun í heiminum og
undirstrikað þannig nauðsyn
þess að takast á við þetta mikil-
væga og flókna vandamál, sem
snerti í verulegum mæli þróun-
armál mannkynsins í heild. Þá
bendir ICA á það alvarlega á-
stand, sem samvinnusamtök
þurfi nú að mæta vegna orku-
kreppunnar. Jafnframt beinir
það þeim tilmælum til olíufram-
leiðslulandanna, að þau íhugi
að nýta hluta af auknum tekj um
sínum til að auka velmegun i
þriðja heiminum og hafi þá sér-
staklega í huga mikilvægi sam-
vinnuskipulagsins. Lika staðfest-
ir ICA trú sína á það, að í
sjálfshjálp samvinnuhreyfingar-
innar eigi mannkynið fullreynda
aðferð, sem geti, sé henni rétt
beitt, dregið verulega úr misjöfn-
un mannkynsins að því er varðar
félagslega og efnahagslega að-
kjörnir þeir Erlendur Einarsson
forstjóri Reykjavík, formaður,
Ingólfur Ólafsson kfstj. Kópav.
og Ragnar Guðleifsson kennari
Keflavík. Aðrir í stjórn eru Jak-
ob Frímannsson fyrrv. kfstj. Ak-
ureyri og Karvel Ögmundsson
útgerðarmaður Ytri-Njarðvík.
(Frá Samvinnutryggingum.)
stöðu. Loks lýsir ICA þeirri skoð-
un sinni, að hinar 305 miljónir
samvinnumanna um viða veröld
ættu að beita sameinuðum kröft-
um sínum til að styðja hvers
konar viðleitni til að koma á
stöðugri afvopnun og friði undir
raunhæfu alþjóðlegu eftirliti.
í bréfi, sem S. K. Saxena
frkvstj. ICA sendir með ávarp-
inu, rekur hann þessi mál
nokkru frekar, og m. a. ræðir
hann þar um fólksfjölgunar-
vandamálið. Bendir hann á, að
hin öra fólksfjölgun í heiminum
sé nú í dag orðin eitt helzta
vandamál þjóðafjölskyldunnar,
ekki sízt vegna þess að hún setji
úr skorðum allar áætlanir um
félagslegar og efnahagslegar
endurbætur. ICA hafi fylgzt
mjög náið með aðgerðum á þessu
sviði, og m. a. muni það senda
fulltrúa á ráðstefnu SÞ um
mannfjölgun, sem halda á í
Rúmeníu í ágúst.
Þá bendir framkvæmdastjór-
inn á, að samvinnufyrirtæki hafi
orðið fyrir miklum erfiðleikum
undanfarið vegna orkukrepp-
unnar. Þótt orsakir hennar séu
raunar ekki nýjar af nálinni,
hafi tilkoma hennar á síðustu
mánuðum enn undirstrikað
nauðsyn þess, að orkulindir
heimsins séu hagnýttar á sem
skynsamlegastan hátt. Til þessa
þurfi sameinað átak, og af hálfu
samvinnuhreyfingarinnar sé
slíkt brýn nauðsyn, einkum
vegna fjölmargra iðnfyrirtækja
hennar, sem hafi liðið mikið
vegna orkukreppunnar, en þó
ekki síður vegna bænda um heim
allan, sem séu flestum öðrum
háðari því, að framboð á olíu og
olíuvörum sé tryggt.
Jafnframt bendir fram-
12 HLYNUR