Hlynur - 15.05.1974, Qupperneq 16
Samvinnufélög bænda í
Frakklandi i örum vexti
Franskur bóndabœr.
Samvinnufélögin í franska
landbúnaðinum hafa eflzt mjög
ört undanfarið. Meginþátturinn
í starfi þeirra um mörg ár hef-
ur verið kornsala, og þar hafa
þau nú um 70% markaðshlut-
fall, en á sviði mjólkursölu hafa
þau líka tekið drjúgan þátt og
hafa þar nú um 50% af sölunni.
Á öðrum sviðum, sem þau hafa
fyrst nýlega hafið starfsemi á,
hefur árangurinn lika orðið
góður. Þetta á m. a. við um
grænmetisræktun, þar sem 40%
af heildarsölunni er nú í hönd-
um samvinnufélaga, og kjötiðn-
aðinn, þar sem þau eru með
35% markaðshlutfall.
Landbúnaðarsamvinnuhreyf-
ingin í Frakklandi samanstend-
ur nú af um 21.000 samvinnufé-
lögum af ýmsum gerðum. Þar af
eru um 5.000 sölufélög bænda,
sem m. a. sjá um að sækja af-
urðirnar heim á bæina, flokka
þær, setja í umbúðir og selja.
Meðal þessara 5.000 félaga eru
bæði bein framleiðendafélög,
heildsölusamtök, jafnt fyrir
einstök landsvæði sem Frakk-
land í heild, og auk þess all-
mörg dótturfyrirtæki þessara
félaga.
Við þetta bætast svo 13.000
ræktunarsambönd, 1.200 rekstr-
arfélög (t. d. samvinnukúabú
eða vínræktarfélög á samvinnu-
grundvelli), 60 nautgriparæktar-
félög, 1.400 ostabú og auk þess
allmikill fjöldi af ýmis konar
þjónustufélögum. í sölufélögun-
um 5.000 eru um 80% allra
franskra bænda félagsmenn, og
í þjónustu þeirra eru um
100.000 starfsmenn.
Samvinnufélögin hafa lagt á
það mikla áherzlu undanfarið að
fylgjast með framþróuninni og
auka markaðshlutfall sitt. Sér-
stök áherzla hefur þó verið lögð
á að auka og bæta landbúnað-
arframleiðsluna á öllum sviðum
og samræma útlit hennar og
gæði. Þetta hefur reynzt sér-
lega þýðingarmikið, vegna þess
að auglýsingaherferðir í hljóð-
varpi og sjónvarpi fyrir ein-
stökum vörumerkjum hafa
reynzt sérstaklega árangurs-
ríkar í þessu sambandi.
Á sama hátt reyna félögin
einnig að ná áhrifum í útflutn-
ingi landbúnaðarvara. Þetta
gerist m. a. með samstarfi við
erlend samvinnusamtök, og
jafnvel með því að stofna til
samsteypufyrirtækja með þess-
um aðilum. Líka hefur verið
farið inn á þá braut að stofna
dótturfyrirtæki í öðrum löndum,
og er þeirri aðferð einkum beitt
innan Efnahagsbandalagsins.
Að því er varðar skipulags-
málin, þá er þróunin svipuð og
í öðrum Evrópulöndum, því að
félög eru sameinuð með það að
markmiði að skapa einingar,
sem séu nægilega stórar til að
geta haft áhrif jafnt á heima-
markaði sem á erlendum mörk-
uðum. Þannig eru þrír af fjór-
um stærstu útflutningsaðilum
Frakklands á matvælum sam-
vinnufélög, en hin stóru og sam-
keppnishæfu samtök á sölusvið-
inu hafa fyrst orðið að veru-
leika á síðustu árum, þegar
menn hafa farið að skipuleggja
fjárfestingar félaganna í heild.
Framhald á bls. 15.
H L Y N U R
Blað um samvinnumál
5. tbl. 22. árg.
maí 1974
Hlynur er gefinn út af Sambandi ísl. samvinnufélaga, Landssambandi ísl. samvinnustarfsmanna
og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjórar eru Sigurður A. Magnússon (ábm.) og Eysteinn Sigurðsson.
Auk þeirra eru í ritnefnd Sigurður Jónsson og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá
Fræosludeild Sambandsins, Ármúla 3, Reykjavik. Verð kr. 275.00 árgangurlnn. Kemur út mán-
aðarlega. — Prentun: Prentsmiðjan Edda hf.
16 HLYNUR