Hlynur - 15.02.1975, Qupperneq 6

Hlynur - 15.02.1975, Qupperneq 6
Verkamenn til sjós. Guórún Björt Zophóníasdóttir til vinstri og GuÓrún Asta Kristinsdóttir. fínn mórall hér um borð en hvað við verðum lengi kemur bara í ljós. Annars er Guðrún Björt lærð smurbrauðsdama ,og Guðrún Ásta langt komin með það nám. En við pössum að smyrja ekki ofan í skips- félaga okkar. Þeir gætu hlaupið í spik. Og nú er komið að aðaltilgangi ferðarinnar. Við héldum til ibúðar Arnórs Gíslasonar skipstjóra og tökum hann tali. Arnór er maður lágur vexti en brosmildur og ein- hver veginn finnst okkur, að gott væri að vinna undir stjórn þessa manns. — Þú ert búinn að vera nokkuð lengi á Sambandsskipunum Arnór? — Ja, það eru víst orðin 25 ár, a.m.k. fékk ég silfurmerki á árs- hátíð sambandsstarfsmanna núna í janúar. Ég var fyrst á Hvassa- fellinu en hef svo verið á Helga- fellinu i öll þess ár, en Það er núna 21 árs. var afhent í júni 1954, smiðað í österhamn i Svíþjóð. Helgafellið hefur verið sannkallað happaskip og reynst mjög vel í alla staði. Ég hef líka verið hepp- inn með mannskap. Annarsvill það vera svo, að lélegir menn ílengjast ekki á sjónum. En fyrstu átta ár- in var næstum óbreytt skipshöfn á Helgafelli. —• En hvenær fórst Þú fyrst til sjós? — Það var árið 1926. þá var ég 15 ára. Þá var ég kokknr á mótor- bát frá Seyðisfirði. Þið getið nú ímyndað ykkur iþá matseld En síð- an hef ég alltaf verið til sjós og er þetta fimmtugasta árið mitt. Fyrst var ég á fiskiskipum og tog- urum en svo óslitið á fraktskipum frá 1936. En sennilega hef ég reynt flestar tegundir skipa. — Og sennilega hefur aðbúnað-. ur eitthvað breyst þennan tíma? —• Biddu fyrir þér, það er eins og hvítt og svart. Ég fengi ekki nokkurn mann um borð núna á þeim kjörum, sem menn gerðu sér að góðu á árunum fvrir stríð. Ég þori alveg að fullvrða að aðbún- aður um borð í íslenskum frakt- skipum og útbúnaður allur er ein- hver sá besti sem gerist. Yfirleitt held ég. að Islendingar standi mjög framarlega í sjómennsku. enda kannski vorkunnarlaust með hafið á allar hliðar. —- En hefur mannskapurinn ekki líka breyst? — Jú. auðvitað er það. Það eru yngri menn um borð núna, en voru áður og þeir hætta líka fyrr. Það er orðið úr svo miklu að vel.ia í landi. Hiá mörgum er hugmynd- in sú að skoða sig dálítið um í heiminum, annars er hrað'nn orð- inn svo mikill á öilu. að menn mega varla vera að því heldur. Það er lika erfiðara fvrir fjöl- skvldumann að vera alltaf til siós heldur en einhleyping sem hefur fyrir engum að sjá. — En Þú ert ekki að fara í land? — Víst gæti ég þegið að fara í land og ég held, að það sé skyn- samlegt að hætta á sjónum um fimmtugt. En Þegar komið er á minn aldur. ja, hvað skal gera Þetta er iþað sem maður kann og lítið gagn er að því í landi. Senni- lega yrði ég ekki nothæfur í ann- að en bera út Morgunblaðið. — Hvað með eftirlaun? — Ja, kaupið um borð er ágætt og eftirlaunin eru 60% af kaupi síðasta árs, en sá hængur á, að Það er ekki verðtryggt, svo hætt er við að upphæðin yrði fljótlega heldur rýr með núverandi þróun. — Hvaða vörur flytjið þið helst, og þá fyrir hverja? — Auðvitað flytjum við mest fyrir Sambandið, en líka fyrir ýmsa aðra. Það eru aðallega fóð- urvörur og eins mikið af landbún- aðarvélum. Þessu löndum við í Reykjavík, en hingað komum við í hverri ferð, en við löndum tals- vert á Akureyri og komum líka oft til Húsavíkur, Sauðárkróks og Reyðarfjarðar. Þetta er yfirleitt sama rútan og það er ósköp þægi- legt. — Svona að lokum, hvað gerið þið í tómstundunum? — Nú, það er mikið lesið og eitt og annað dundað. Og þegar við förum í land erlendis, eða eigum við annars nokkuð að fara út í þá sálma, piltar mínir. Enda ekki ástæða til Þess. Skip- ið er að því komið að leysa land- festar og ef við ætlum ekki að fara með verðum við að hraða okkur í land. En eftir á að hyggja, það væri ekki svo fráleitt að bregða sér með einn túr eða svo. G.R.J. ViÓmœlendur okkar á dekki. 6 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.