Hlynur - 15.02.1975, Síða 7

Hlynur - 15.02.1975, Síða 7
Harry Frederiksen f.15.3 1913 d.2.2.1975 Nokkur kveðjuorð frá Starfs- mannafélagi S.Í.S. á Akureyri, flutt á árshátíð þess 22. febrúar 1975. Skjótt hefir skapanorn skjómanum beitt. Þrátt fyrir vilja vorn verður . ei breytt, lögmálum lífsins hér, lúta, sem hljótum vér. Lúf vort og leikur er ljósblik sem eitt. R.ökkvar vorn hugarheim harmanna ský. Kennum vér klökkvahreim kliðinum í. Senn Þegar sólin hlý sindrar um jörð á ný, skugga vér skynjum í skininu ;því. Ég má segja, að oss setti öll hljóð, þegar vér, að morgni þess 3. þ. m., fengum þá frétt að Harry Frederiksen, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SlS, hefði látist snögglega daginn áður. Hann hafði fyrir nokkrum dögum dvalist hér 'hieðal vor og kvatt oss, glaður og i’eifur, að vanda, með gamanmál á vörum og Þrungin þeirri lífs- gleði, sem honum jafnan fylgdi. Svo skjótt getur skini brugðið og hið ljúfasta líf breyst í dýpstu sorg. Harry Frederiksen var fæddur í Reykjavík þann 15. mars 1913 og Því tæpra 62 ára, er hann lést. Aðeins 14 ára gamall réðst hann tii starfa hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og þar vann hann allt sitt ævistarf. Hann starfaði fyrst í hinum ýmsu deildum Sambands- ins, heima og eriendis, en þegar iðnaðurinn var gerður að sérstakri deiid, árið 1949, réðst hann fram- kvæmdastjóri hinnar nýju deildar og gengdi því starfi, að mestu ó- slitið síðan. Þá átti hann einnig um langt árabil sæti í fram- kvæmdastjórn Sambandsins, var formaður Vinnumálasambands þess frá 1955 þar til fyrir um tveim árum, og til fjölda annarra trún- aðarstarfa var hann kvaddur á vegum samvinnusamtakanna. Sem framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar, kom það i hans hlut, að skipuleggja og annast þá miklu uppbyggingu, verksmiðjanna hér á Akureyri, sem vér öli höfum orðið vitni að, og vakið hefir al- þjóðar athygli. Gekk hann að því starfi af mikilli djörfung, en jafn- framt Þó þeirri fyrirhyggju, að starfsemi verksmiðjanna má nú telja einn traustasta hornstein atvinnulífsins í þessum bæ. Naut hann Þar til fyllsta trúnaðar og atfylgis verksmiðjustjóranna allra, sem mér er síst að skapi að draga úr, og ég vissi að hann einnig kunni vel að meta. Fyrir honum var uppbygging iðnaðarins, ekki aðeins hér á Akureyri, heldur í landinu öllu, hugsjón, sem hann gekk ótrauður til starfa fyrir og lagði allt sitt lið. En hann kom einnig viðar við. Ungur gekk hann í raðir íþrótta- hreyfingarinnar og var um ára- bil meðal vöskustu knattspyrnu- manna Reykjavíkur, og á iþrótt- unum, og sínu gamla félagi, missti hann aldrei sjónar og var ávallt hinn traustasti liðsmaður. En þött athafnamaðurinn Harry Frederiksen finnist vafalaust flest- um fyrirferðamestur, mun þó mað- urinn sjálfur eigi síður minnistæð- ur þeim, sem honum kynntust. Einarðleg, og þó hógvær fram- koma hans vakti í senn traust og virðingu. Glaðlyndi hans og létt gamansemi skapaði hlýlegt og þægilegt andrúmsloft í návist hans, svo þar var gott að vera. Allt þetta gerði hann að þeim manni, sem í senn er sárt að sakna og ijúft að minnast. Góðir samkomugestir: Ég bið ykkur að votta minn- ignu Harrys Frederiksens virðingu með því að risa úr sætum. Hans, sem oss horfinn er hærra á svið, sárlega söknum vér, samferðalið. Vinátta verðskulduð vermir oss sameinuð. Honum nú góður guð gefi sinn frið. Páll Helgason. HLYNUR7

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.