Hlynur - 15.02.1975, Qupperneq 9

Hlynur - 15.02.1975, Qupperneq 9
Frá húsmœðraviku að Bifröst vorið 1969. Húsmæðravikurnar hafa verið einn vinsælasti þátturinn l félags- °Q frœðslustarfi samvinnufélaganna. — Er farið að panta vikur í sum- ar? — Það eru ýmsir aðilar farnir að spyrjast fyrir um þetta. Tak- markið verður þó fyrst og fremst að samvinnufólkið, félagsfólkið og starfsmennirnir sitji fyrir. Lands- samband ísl. samvinnustarfsmanna hefur tekið að sér að taka við um- soknum frá samvinnustarfsmönn- u,m fyrir þrjár vikur. Ein í byrjun Júní, önnur um mánaðarmótin júlí ágúst og &ú þriðja i ágústlok. Þá hefur Nemendasamband Sam- vinnuskólans tekið að sér að aug- lýsa eina viku í byrjun ágúst fyrir samvinnuskólanemendur. Norræn- *r samvinnustarfmenn verða svo í júnílok og stórir starfshópar eins °S til dæmis starfsmenn verk- smiðja Sambandsins á Akureyri hafa mikinn áhuga á orlofi á Bif- röst. Þá vonumst við til iþess, að fslagsmennirnir í kaupfélögunum uotfæri sér þetta og kaupfélögin hafi öfluga forgöngu um að kynna Þeim þessa nýju tilhögun. Liklegt er, að minna verði um ferðalög til útlanda næsta sumar °S fólk kanni þá frekar möguleika á ódýru orlofi innanlands í stað- inn. Ég er þvj bjartsýnn á að það takist að fullnýta Bifröst i sumar en tað tekur sinn tíma að kynna Þetta fyrir fólki, og því þarf að vinna að því af alefli að kynna fólki þessa möguleika. Ferðir um Borgarfjörð —• Verður af hálfu Bifrastar skipulögð dagskrá fyrir orlofs- gesti? — Ekki er það nú hugmyndin. Hins vegar verður reynt að sjá til þess að öll aðstaða sé fyrir hendi og þá látin í té aðstoð við ýmsan undirbúning, afnot af tækjum o. fl. Hins vegar verða hóparnir að hafa frumkvæðið sjálfir og ekk- ert er því til fyrirstöðu, að þeir hafi kvöldvökur,, spilakvöld og ýmislegt til afþreyingar og fróð- leiks. Minna má á hátíðarsalinn og setustofuna sem aðstöðu fyrir ým- is konar samkomur. Vel kemur til greina að koma á skoðunarferðum um Borgar- fjörð og fá t.d. Sæmund í Borgar- nesi til að taka þær að sér. Þetta ætti að fara að vera vel fram- kvæmanlegt, þegar litið er til hins mikla fjölda fólks, sem dvelur á stöðum eins og í Munaðarnesi, Svignaskarði og Bifröst. Borgar- fjörður býður upp á mikla mögu- leika til skoðunarferða og eins er stutt til næriiggjandi byggðarlaga eins og Snæfellsness, Dala og jafnvel norður á Strandir. Svo er næsta nágrenni Bifrastar þekkt fyrir náttúrufegurð og fjölda skemmtilegra gönguleiða. Það ætti því enguim að leiðast á Þess- um stað. Sumarheimiii samvinnumanna —• Verður eitthvað gert til að auðvelda fjölskyldum að dvelja á Bifröst? — Það er fullur skilningur á því að auðvelda fjölskyldum að vera á Bifröst. Jafnvel mætti hugsa sér sérstakar fjölskyldu- vikur. Væntanlega þarf ekkert að greiða fyrir börn t. d. innan 5 ára aldurs og góður afsláttur fyrir þau eldri. Sérstök leikaðstaða er * fyrir börn úti og umhverfið er þægilegt fyrir fólk með börn. Ó- hætt er að fullyrða, að mikill á- hugi er á því að gera Bifröst sem aðgengilegasta fyrir samvinnu- fólkið, og fólk fái það á tilfinn- inguna, að Þetta er heimili. Að sjálfsögðu verður að gæta þess, að þessi starfsemi verði ekki óhag- kvæm rekstrarlega, en hinn félags- legi tilgangur á að sitja í fyrir- rúmi. Það er svo undir samvinnu- mönnum komið hvernig til tekst en maður vonar það besta, og ef vel gengur í sumar er ég ekki hræddur um framhaldið. Með þessi lokaorð í huga var Guðmundi þakkað fyrir spjallið og hér með er honum óskað alls velfarnaðar í Því gróandi starfi sem býður hans á næstu mánuðum. R./. HLYNUR9

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.