Hlynur - 15.02.1975, Qupperneq 12

Hlynur - 15.02.1975, Qupperneq 12
 Samvinnu- Ekkert hefur valdiö meiri bylt- ingu í atvinnulífi um land allt á síðustu árum og skuttogarakaupin. Meðal margra og glæsilegra skipa, sem bæst hafa i flotann eru nokk- ur í eigu Samvinnufélaganna, ým- ist að öllu Ieyti eða að hluta. 7. febrúar í fyrra kom til lands- ins, Hólmanes SU 1, smíðað á Spáni og 451 brúttólest að stærð. Á Kaupfélag Héraðsbúa helming- inn í Hólmanesi á móti Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar. Var Hólmanesið fyrsta skipið af fimm sömu stærð- ar. 16. apríl ’74 kom svo systurskip Hólmaness, Jón Vídaiín ÁR 1 til Þorlákshafnar, en eigandi er Meit- illinn, Þorlákshöfn. Hraðfrystihús Keflavíkur, sem er eign Kaupfé- lags Suðurnesja keypti svo þriðja skuttogarann af þessari gerð. Sá heitir Aðalvík KE 95 og kom til landsins 4. júní á s.l. ári. 31. maí '73 kom frá Japan til Fáskrúðsfjarðar skuttogarinn Ljósafell SU 70. Ljósafell er eign Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar, en það er eign Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga. Ljósafellið er 462 brúttólestir og hefur reynst mikið aflaskip Af sömu stærð og Ljósa- fell er nágranni þess, Hvalbakur SU 300, sem Kaupfélag Stöðfirð- inga á stóran hlut í. Þriðja skipið frá Japan af þess- ari stærð er Drangey SK 1, eign Útgerðarfélags Skagfirðinga. — l Efst, Framnes fS 708, Þingeyri. 1 miöju, Hólmanes SU 1, Eskifirði. Neöst, Ljósafell SU 10, FáskrúÖs- firöi. 12 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.