Hlynur - 15.02.1975, Síða 15
Siffurvegarar í skólakeppni í blaki 1975. Efri röó frá
vinstri: Jóhannes Guójónsson, Jóhann Sigurdórsson,
Ömar óskarsson og Magnús Sólmundsson. Neóri röó
frá vinstri: Guójón Kristjánsson, Kristján SkarphéÓ-
insson og Finnur Ingólfsson.
Stjórn Skólafélags S.V.S. 1971,-75. Efri röó frá
vinstri: Áskell Þórisson gjaldkeri, ömar Oskarsson
formaóur og Guómundur Jónsson meóstjórnandi.
NeÓri röó frá vinstri: Kristín Karlsdóttir ritari og
María Jónsdóttir meóstjórnandi.
farið á hverjum miðvikudegi í
sund að Varmalandi og nýtur það
mikilla vinsælda. I vetur fengum
við lika í fyrsta sinn heimsókn
frá Víghólaskóla. Annars hafa
heimsóknir verið svipaðar og áð-
ur og eins hefur samstarfið milli
skólanna í héraðinu verið mjög
gott að venju, og héldu þeir sam-
eiginlega skemmtun að Logalandi.
Nú, skólafélagið er að útbúa skrif-
stofu fyrir sig og klúbbana í
i.Undralandi", eða herberginu
hérna fremst á Hreinsun, sem not-
að var aðallega sem geymsla. Það
maetti líka nefna að kvenfólkið
hefur í vetur sýnt mikinn áhuga
baeði fyrir bridge og skák og er
iþað sennilega framur óvenjulegt
hér.
Pálmi Gíslason var nú meó í 11
skipti en hann hefur verið ómiss-
andi skemmtikraftur á kvöldvök-
um NSS aó Bifröst.
— Hvað er áætlaður skólakostn-
aður hér í vetur?
— Hann verður ekki undir tvö
hundruð þúsundum með öllu.
— Hvert ætla þeir að ferðast
sem útskrifast í vor?
—- Það er óráðið ennþá, en á-
reiðanlega verður farið til útlanda.
Ferðasjóðurinn hefur sennilega
aldrei verið jafn sterkur og í vet-
ur. Hafa þegar safnast í hann níu
ihundruð þúsund og ágóðinn af
kaupfélaginu verður nokkur hundr
uð þúsund.
— Svo þetta venjulega, viltu
segja eitthvað að lokum?
— Það væri þá helst. að skóla-
andinn hefur verið mjög góður i
vetur. Auðvitað verður aldrei kom-
ist hjá árekstrum á svona fjöl-
mennum stað en það þýðir ekki að
gera veður út af því. Félagslífið
hefur verið ágætt og yfirleitt held
ég að nemendur séu ánægðir með
lifið.
Við þökkum Ómari fyrir spjall-
ið enda er tími til kominn að hypja
sig út í rútu. Þessi ferð var í
alla staði hin ánægjulegasta og við
hlökkum til að fá allt þetta fólk
til starfa í NSS og samvinnuhreyf-
ingunni. Og við hlökkum til sam-
starfsins við það nýja fólk, sem
nú ræður Bifröst og þessi ferð
sannfærði okkur um. að tengslin
við staðinn eru aldrei sterkari en
nú.
G.R.J.
Blaklið „Old boys“ aó Bifröst. Frá vinstri: Guómundur Arnaldsson, GuÓ-
varóur Gíslason, HörÓur Haraldsson, Þórir Páll Guójónsson, Siguróur
Hannesson og Haukur Ingibergsson.
HLYNUR 15