Hlynur - 15.02.1975, Qupperneq 18
Kvenholla
kaupfélagið
Þegar undirritaður var í sem
mestum -ham viS að afla Hlyni
nýrra áskrifenda og hringdi út
um hvippinn og hvappinn, þá var
m.a. slegið á þráðinn til Jóns kaup-
félagsstjóra á Brúarlandi og er-
indið að sjálfsögðu að kanna und-
irtektir á þeim bæ. Ot úr þessu
varð svo samtal eitthvað í þessum
dúr.
— Blessaður Jón, Reynir Ingi-
bjartsson hérna. Þú hefur fengið
áskriftarlistann í sambandi við
Hlyn Eru ekki einhverjir búnir að
skrifa sig?
— Það -hefur nú enginn skrifað
sig, en starfsfólkið hér keypti
Hlyn og stjórnarmenn félagsins
líka. Þú skalt senda Hlyn áfram
til þeirra. Jú, mér leist ágætlega á
þessi blöð, en það var sagt í öðru,
að það saatu aðeins konur í stjórn
tveggja kaupfélaga. Hjá okkur sit-
ur kona í stjórn og við erum mjög
stoltir yfir því, að konur -hafa
gengt trúnaðarstöðum varðandi
stjórn félagsins frá upphafi.
Þegar kaupfélag Kjalarnesþings
var stofnað árið 1950 var kona
kjörin endurskoðandi þess. Það var
Unnur Valdimarsdóttir, húsfreyja
að Varmalandi á Kjalarnesi, en
hennar maður er Jón Jónsson
bóndi þar og bróðir Þorgeirs í
Gufunesi. Unnur var síðan kjörin
í stjórn kaupfélagsins 1952 og sat
í stjórn til 1966. Þá var Hlíf Gunn-
laugsdóttir á Æsustöðum kjörin í
varastjórn og tók svo sæti í aðal-
stjórn árið 1968 og er enn.
Að þessum orðum mæltum þá
minntist undirritaður þess, að í
spurningarþætti í vetur úr Mos-
fellssveit ,þar sem Jón var meðal
þátttakenda, spurði Bessi Bjarna-
son stjórnandi Jón að því, hvort
allir kaupfélagsstjórar væru svona
myndarlegir, en þetta var nú út-
úrdúr.
— Kaupfélagið var stofnað 1950
og verður þvi 25 ára á þessu ári.
— Segðu mér eittihvað frá stofn-
uninni.
— Já. Félagið var stofnað í
Fitjakoti og fyrsti kaupfélagsstjóri
Ingólfur Gíslason bóndi þar. Árið
1952 flutti það svo starfsemi sína
að Brúarlandi og hefur verið þar
siðan. Aðal-hvatamaður að stofnun
kaupfélagsins og fyrsti formaður
þess var svo Guðmundur Tryggva-
son, þá bóndi í Kollafirði og marg-
ir kannast við sem starfsmann
Framsóknarflokksins. Þá var Vil-
Starfsfólk Kaupfélags Kjalarnesþings, 20. júní 1974. Frtf vinstri: Sólrún
Maggý Jónsdóttir, Sigrún Guómundsdóttir, Lára Bjarnadóttir, Jón Sig-
urOsson, GuOríOur Jónsdóttir verslunarstjóri, Andrea Tryggvadóttir,
Þórdís SigurOardóttir, Rósa FriOriksdóttir, ÞuríÓur Sigurjónsdóttir og
SvanhUdur Þorkelsdóttir. Á myndina vantar Stefán Jónsson bifreióar-
stjóra.
Unnur
Valdimarsd.
Hlif
Gunnlaugsd
hjálmur Þór mjög áhugasamur um
stofnun félagsins og lagði því mik-
ið lið í byrjun. Nú, ég kem að fé-
laginu 1. júlí 1956, þannig að stutt
er í tuttugu ára starfsafmælið.
Félagið átti í nokkrum erfiðleik-
um fyrstu árin en svo hefur þetta
gengið þokkalega og s.l. sumar eða
20. júni var tekin í notkun ný og
rúmgóð verslun, sem gjörbreytt
hefur allri þjónustu. Það hjálpaði
mér mikið fvrstu árin, að þá var
formaður félagsins, Lárus Hall-
dórsson, skólastjóri á Brúarlandi,
en hann gengdi formennsku í því
í 10 ár. Hann var góður starfs-
maður og vann félaginu mjög vel.
— Hvernig er stjórnin núna?
— Haukur Níelsson bóndi á
Helgafelli er formaður og hann
tók við af Teiti Guðmundssyni á
Móum á Kjalarnesi. Aðrir í stjórn
eru svo auk Hlífar, Öskar Hall-
grímsson, starfsmaður Orkustofn-
unar, Sigurður A. Magnússon,
skólastj. Bréfaskólans og Hreinn
Þorvaldsson, Byggingarfulltrúi
Mosfellshrepps.
—■ Það er nokkuð ábúðarmikið
nafn, Kaupfélag Kjalarnes^inps.
Hvert er félagssvæðið?
— Það má segja það, að félags-
svæðið nái frá Hvalfjarðarbotni og
suður í Straum og austur í Þing-
vallasveit eða að stórum (hluta
það land, sem hið forna Kjalarnes-
þing náði yfir þ.e. landnám Ing-
ólfs. Hið eiginlega félagssvæði eru
hins vegar þessir þrír hreppar,
Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós.
Það var ekkert samvinnufélag fyr-
ir á þessu svæði, sem rak sölubúð.
Mjólkurfélag Reykjavikur var og
er framleiðslusamvinnufélag og
KRON hafði engin viðskipti hér.
Þetta gekk því nokkuð snuðrulaust
fyrir sig. Þegar félagið var stofn-
að voru skömmtunartímar og því
áhugi margra að ganga í kaupfé-
18 HLYNUR