Hlynur - 15.02.1975, Síða 20

Hlynur - 15.02.1975, Síða 20
Árshátíö Sf. SÍS Akureyri Jóhann SigurSsson setur hátíöina. Asgrimur Stefánsson afhenti heiöursmerkin. Páll Helgason flytur minningar- orö um Harry Frederiksen. Starfsmannafélag SÍS á Akur- eyri hélt árshátið sína í Sjálfstaað- ishúsmu þann 22. febrúar s.l. Var þar fjölmennt að vanda. Veislu- stjóri var Jóhann Sigurðsson, for- maður félagsins og var hann í alla staði hinn röggsamasti. Áður en hin eiginlega dagskrá hófst, flutti Páll Helgason nokkur minningarorð um Harry Frederik- sen, en síðan var tekið til við mat- inn, sem var allur hinn kræsileg- asti og voru borð hroðin hvað eftir annað, en jafnan iþó fyllt í skörð- in. Er fólk var sæmilega satt orð- ið, upphófust ýmis skemmtiatriði með því að Ásgrímur Stefánsson, verksmiðjustjóri Heklu, afhenti starfsaldursmerki SlS, en Þau hlutu óvenju margir að þessu sinni. GULLMERKI HLUTU: Herbert Tryggvason, Gefjun Jóhann Guðmundsson, Gefjun Þórir Björnsson, Gefjun Jóhannes Wæhle, Sútun SILFURMERKI HLUTU: Baldur Árnason, Gefjun Bernharður Jósefsson, Ullarþv.st. Freyja Jóhannsdóttir, Heklu Gunnar Stefánsson, Gefjun Hjörtur Eiriksson, Gefjun Jenny Guðlaugsdóttir, Skógerð Ólafur Stefánsson, Ullarþv.stöð Stefán Pétursson, Skógerð Jóhann Sigurðsson, Sútun. Að afhendingu lokinni flutti einn „júbiiantanna", Jóhann Sigurðs- son snjalit frumort kvæði en síðan voru þeir allir hylltir vel og lengi. Þá flutti Birgir Marinósson, sem er gamall starfsmaður verksmiðj- anna, annál ársins í léttum stíl. iKom hann víða við og hlaut hinar bestu viðtökur. Minni kvenna flutti Ingólfur Ólafsson og minni karla Ásta Ax- elsdóttir, en það var eftir Jóhönnu Tryggvadóttur, sem ekki gat kom- ið við að flytja það sjálf. Því naest kom fram söngflokkur (aðfeng- inn) og söng nokkur lög úr ýmsum áttum, en síðast birtust tvær dans- meyjar, létt klæddar og léttar á fæti. Á milli atriða söng þingheimur af skörungsskap undir stjórn Ingi- mars Eydais, en þak hússins er hið traustasta og lét sig hvergi. Að þessu loknu upphófst dans af mikl- um móði á tveim hæðum, og stóð fram eftir nóttu. Yfir samkomunni í heild ríkti ánægjulegur andi og fór hún í alla staði vel fram. Merkishafar allir, taliö frá vinstri: Bernharö, Báldur, Söngkvintettinn. Jóhann G., Hulda, Stefán, Freyja, Hjörtur, Birna, Jenny, Gunnar, Herbert, ólafur og Jöhann S. 20 HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.