Hlynur - 15.02.1975, Side 24
aO Birgir Eydal prentari og áður
verkstjóri i prentsmiðju Þjóð-
viljans hefur verið ráðinn til
Sambandsins til að annast alla
fjölritun en Sambandið á full-
kominn og afkastamikinn off-
setfjölritara.
að Pétur Kristjónsson trygginga-
sölumaður hefur tekið við for-
mennsku i félagi starfsmanna
Samvinnutrygginga og And-
vöku af Einari Frimannssyni.
önnur í stjórn eru: Halldór
Einarsson sem er varaformað-
ur, Reynir Hauksson gjaldkeri,
Guðrún Jónsdóttir ritari og
Ingvar Sigurbjörnsson með-
stjórnandi.
aO ferðaskrifstofan RESO í Sví-
Þjóð, sem er ein stærsta ferða-
skrifstofa i Evrópu er sameign
samvinnuhreyfingarinnar og
verkalýðshreyfingarinnar i Sví-
þjóð.
aö Alþýðuorlof eða ferðaskrifstof-
an Landsýn hefur umboð fyrir
Reso á Islandi og í sumar verð-
ur vikulegt leiguflug frá Kaup-
mannahöfn til Islands á vegum
Reso og Landsýnar.
aO Innflutningsdeild Sambandsins
endurgreiddi kaupfélögunum
fyrir árið 1974 rúml. 22 milljón-
ir í afslátt af viðskiptum við
Birgðastöð, Búsáhaldadeild og
Vefnaðarvörudeild. Síðan 1968
hafa þá verið greiddar 89 millj.
ónir í afslátt til kaupfélag-
anna. Aðrar deildir eins og
Byggingavörudeild og Fóður-
vörudeild greiða hins vegar af-
sláttinn jafnóðum og viðskipt-
in eru gerð.
aO velta Innflutningsdeildar 1974
varð rúml. 4000 milljónir og
jókst um 57% frá fyrra ári eða
1400 milljónir.
aO Rósa Kristjánsdóttir var á síð-
asta aðalfundi Starfsmannafé-
lags Samvinnubankans kjörinn
formaður félagsins í stað Gunn-
ars Sigurjónssonar fráfarandi
formanns. önnur í stjórn eru:
Eva örnólfsdóttir ritari, Helgi
Ingi Sigurðsson gjaldkeri og
Björn Jóhannsson og Friðrik
Weisshappel meðstjórnendur.
aO Gunnar V. Sigurðsson mun aft-
ur taka við stjórn Kaupfélags
V-Húnvetninga í stað Hauks
Hannessonar, en Gunnar var
áður kaupfélagsstjóri KVH.
aO Deild samvinnustarfsmanna í
V.R. samþykkti á síðasta aðal-
fundi sínum að gefa Hamra-
görðum mjög vandaða kvik-
myndasýningarvél af Victor-
gerð, 16 mm.
aO nýfarnir eru utan til náms um
nokkura mánaða skeið þeir
Hermann Hansson, aðstoðar-
kaupfélagsstjóri KASK á Höfn
i Hornafirði og Þórir Þorvarð-
arson, deildarstjóri hjá Kaupfé-
lagi Borgfirðinga í Borgarnesi.
Hermann nemur við Standford
Hall, samvinnuskólann breska
en Þórir verður við verslunar-
nám í Danmörku.
aO Hjörtur Guðmundsson kaup-
félagsstjóri á Djúpavogi sagði
starfi sínu lausu í vetur en
mun verða áfram kaupfélags-
stjóri vegna tilmæla heima-
manna, sem létu fara fram al-
menna undirskriftasöfnun um
það, að Hjörtur veitti kaup-
félaginu áfram forstöðu.
aO á siðasta aðalfundi Starfs-
mannafélags Sambandsins var
kjörin ný orlofshúsanefnd og
í henni eru: Sigurður Jónsson
formaður SFS, Jónas Jónsson
gjaldkeri SFS, Baldvin Gests-
son, Guðrún Hallgrímsdóttir og
Óskar Einarsson.
aO Félag starfsmanna Samvinnu-
trygginga og Andvöku (FSSA)
mun verða kaupandi að einu
húsi í næsta byggingaráfanga
orlofshúsa að Bifröst og taka
við húsi, sem Starfsmannafé-
lag Kf. Hafnfirðinga hafði
pantað .
aO á starfsmannafundi hjá KASK
nýlega skýrði Ásgrimur Hall-
dórsson kaupfélagsstjóri frá
þvi, að hann mundi láta af
starfi sem kaupfélagsstjóri
Kaupfélags A-Skaftfellinga
þann 1. ágúst n. k. Við tæki
Hermann Hansson, sem verið
hefur aðstoðarkaupfélagsstjóri
og væri hann ráðinn til eins
árs. Ekki er þó hugmyndin að
Ásgrímur hætti störfum hjá
KASK því hann mun taka við
stjórn fiskvinnslu og útgerðar
en eins og kunnugt er, þá er á
Homafirði að risa eitt stærsta
og fullkomnasta frystihús lands
ins. Þá er fyrirhuguð sú breyt-
ing hjá kaupfélaginu að ráða
sérstakan mann til að stjórna
öllum búðarekstri félagsins.