Hlynur - 15.04.1982, Side 14

Hlynur - 15.04.1982, Side 14
Kristinn Snæland m/s Mælifelli Kveðja af sjónum • Ágætu félagar, það er svo sjaldan, sem við sjómennirnir hjá Samband- inu höfum tækifæri til þess að ræða við ykkur í landi, á fundum eða öðrum menningarsamkomum, að bréfkorn verður að koma í staðinn. Ég var svo heppinn að vera í fríi og hafa þess vegna tækifæri til þess að horfa á stórgóðan þátt um sam- vinnuhreyfinguna í sjónvarpi, þann 17. febr. sl. Þarna ræddu saman, eins og flestum er kunnugt, Erlendur Einarsson og Valur Arnþórsson, sem fulltrúar okkar og Eyjólfur Konráð Jónsson og Árni Árnason sem full- trúar einkaframtaks. Þó einn þátttakenda sé alþingis- maður, var stjórnmálalegt pex víðs- fjarri og ræddu menn saman af hreinskilni og drengskap. Mér þótti þáttur þessi m. ö. o. svo góður, að mér flaug sem svo í hug: Slæmt er, að félagar mínir á skipum Sam- bandsins hafa misst af þessum þætti. Þegar ég hafði harmað þetta nokkra stund, datt mér í hug apparat nokkurt, sem kallað er myndsegul- band. Við á skipum Sambandsins vitum ekki betur en að það standi til að kaupa í öll skipin myndsegul- bönd; um það hefur a. m. k. verið talað nú í nærri ár. Svo góð sem myndsegulbönd eru sem skemmtitæki, þá eru þau vitan- lega jafnframt hæf til kynningar á menningarlegum fróðleik hverskon- ar. Ég er sannfærður um, að skip- verjar hefðu mikinn áhuga á að sjá umræddan þátt og vil líka benda á aðra möguleika, t. d. mætti taka upp listsýningar í Hamragörðum á band, eða aðra menningarstarfsemi, svo og mætti taka upp merkilega fundi, samkomur eða hluta þeirra og senda það síðan um borð í skipin. Væru myndsegulböndin komin í öll skipin, kæmumst við, með mark- Kristinn Snæland. vissri upptöku efnis, beint inn í hringiðu samvinnustarfsins. Það efni, sem tekið yrði upp, mætti vitanlega miða við að senda einnig út um land, bæði til starfs- mannafélaga og kaupfélaga. Mér sýnist ég hafa með þessum línum, fengið ykkur þarft og merki- legt umhugsunarefni. Auðvitað get- ur verið, að ykkur hafi þegar dottið þetta í hug, en þá er bara að hefjast handa. — Kristinn Snæland. Ferðalok. Þegar hér var komið sögu, var skipulagt prógramm á enda runnið, næstu þrír dagar voru til frjálsra af- nota fyrir okkur. Veðrið hélt áfram að vera eins, þoka og kuldi. Við not- uðum þessa daga til að versla og 14 HLYNÖR skoða helstu markverða staði í borg- inni og þar sem við Jónas erum á- byrgir uppalendur samtals fimm barna, sem komast brátt á táninga- aldurinn, fórum við að sjá kvikmynd- ina Christina F„ sem er byggð á sög- unni Dýragarðsbörnin, og fjallar um eiturlyfjaneyslu unglinga í Berlín. Myndin er átakanleg og þyrftu sem flestir að sjá þessa mynd, þegar hún verður sýnd hérlendis. Loks eftir þriggja daga dvöl í Kaupmannahöfn, rann upp sá dagur, að við færum heim til íslands. Þegar við vorum komnir í biðsal flugstöðv- arinnar, tóku starfsmenn flugvallar- ins sig til og héldu fund í vinnutíman- um og unnu þá að sjálfsögðu ekki á meðan. Var því fyrirsjánieg alllöng töf. En áhöfn Flugleiðavélarinnar bretti þá upp ermarnar og í dynjandi rigningu unnu flugstjóri og áhöfn hlið við hlið við að ferma vélina og styttu bið okkar mikið. Voru þeir far- þegar, sem sáu þá hamast á skyítun- um við að ferma vélina, jafnvel til með að hjálpa, en samkvæmt reglun- um má aðeins áhöfn taka til hendinni í svona tilfellum. Um síðir komumst við í loftið og gott var að finna hlýjan rigningarsuddan í Keflavík, eftir all- an kuldann, sem við höfðum verið í! Ápætu ferðafélagar, sem þetta ies- ið. Eg vil að endingu þakka ykkur félagsskapinn og það er ósk mín og von, að við eigum eftir að fara aðra ferð sem þessa seinna meir. Bjarni Helgason.

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.