Hlynur - 15.04.1982, Page 33

Hlynur - 15.04.1982, Page 33
grqfqrgnHfyll G.V.J. og P.A. völdu Mús og ljón sátu og fengu sér heilaskot á frumskógarbarnum, er inn gengur stórglæsilegur kven- gíraffi. „Þessa tek ég!“ segir músin og færir sig. Músin fer meö gíraffafrúnni en kemur ca. klukkustund seinna löður- sveitt. „Hvernig gekk?“ spyr ljónið. „Gekk og gekk", segir músin. Hún vildi kyssa og kyssa, en ég hafði eigin- lega annað áhugamál, svo til að gera svo báðum Iíkaði, þá hlýt ég að hafa hlaupið eina 20 kílómetra". „Hvernig gekk með nýja kærast- ann í gær?“ „Alveg voðalega, ég þurfti að marglöðrunga hann". „Hva, var hann svona ágengur?" „AIIs ekki, hann var alveg að sofna allan tímann". „Ólafur, því ertu að hangsa þetta við rúllustigann, þegar þú veist að okkur liggur á?“ „Já, en mamma, ég missti tyggjóið mitt og verð að bíða eftir því". „Heyrðu, hverskonar kettir eru nú þetta?“ „Síamskettir". „Neeeei, mikill er máttur lækna- vísindanna, það er ekki nokkur leið að sjá, að þeir hafi verið aðskildir". Skrítin veröld þetta. Nú hefur Jón ekki sofið hjá kon- unni í fleiri ár og svo skýtur hann nágrannann, sem gerir það. „Læknir, mig langar til að gefa þér þennan kassa með Havanavindlum með þakklæti fyrir aldeilis frábæra meðhöndlun". „Hva, en Jon, ég man ekki eftir að þú hafir komið til mín í lengru tíma“. „Ekki ég læknir, ekki ég, en tengdamamma. Hún var jörðuð í gær". Hlerað úr síma á lögreglustöð í Stór- Reykjavík: Dingaling - dinga-linga-linga-ling. „Já, halló! Er þetta á lögreglustöð- inni?" „Já“. „Ég ætla að tilkynna bílþjófnað". „Jæja, og nafnið?" „Opel!“" „Mamma, má ég fara út og horfa á tunglið?" „I lagi, í lagi, en farðu ekki of ná- lægt". „Er það rétt Guðni, að þú hafir ekki talað við konuna þína í 4 ár?“ „Tja, ég hef barasta ekki viljað grípa fram í fyrir henni.“ Heyrt í Landleiðavagni: „Geturöu sagt mér, hvernig ég kemst í Norðurbæinn?" „Já, já, þú ferð út einni stoppistöð á undan mér“. Fundin er upp ný tegund frum- skógarhernaðar í Nígeríu, sem um leið eru bundnar vonir við að verði gjaldeyrissparandi. Óbreyttir eru sendir upp í tré með vélbyssuhreiður og látnir liggja á fall- byssukúlum á friðartímum. Hlerað á stjórnarfundi: „Við veröum að spara, sama hvað það kostar". Heyrt í kvennaklefanum í sund- höllinni: Sigga gamla leit skelkuð á Gunnu glanspíu og spurði með titrandi rödd: „Hva, enginn hárvöxtur, hvað hef- ur eiginlega komið fyrir?" „Heyrðu mig nú, gamla mín, hefur þú heyrt um að þaö vaxi gras á hrað- brautum?" HLYNUR 33

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.