Hlynur - 15.06.1995, Page 3

Hlynur - 15.06.1995, Page 3
Forustugrein 1. tölublað - 43. árg. 1995 EFNISYFIRLIT ..................................... Bls. Forustugrein ....................... 3 Rætt viö Sigurð Markússon stjórnarformann Sambandsins... 5 Saga Kaupfélags Þingeyinga ... 8 Rætt við Þorgeir Hlöðversson kaupfélagsstjóra á Húsavík ........ 11 Héraðsskógar 5 ára ................ 15 Hlynur kynnir íslenska framleiðslu ........... 19-25 Krossgáta.................... 27 Útgefandi: Landssamband íslenskra samvinnustarfsmanna Ritstjóri: Gylfi Gröndal Framkvæmdastjórn á útgáfu, dreifing og innheimta: Hænir sf. Guðmundur H. Jóhannesson Áslaug G. Nielsen Hamraborg 5 200 Kópavogur Sími 564 1816 • Fax 564 1526 Umbrot: Sverrir Sveinsson setjari Sími / fax 567 3359 Prentun: Borgarprent hf. Skipholti 11-13 Sími 561 0022 • Fax 561 0032 Mynd á forsíðu: Þverá í Laxárdal, S-Þingeyjarsýslu, þar sem fyrsta kaupfélagið var stofnað 1882. Myndina tók Vigfús Hallgrímsson kennari 1991 Svör vib brennandi spurningum Þær sviptingar, sem leiddu til þess að Samband íslenskra samvinnufélaga hætti öllum rekstri sínum, hljóta að teljast mestu og sögulegustu tíðindi í íslenskri viðskiptasögu hin síðari ár. Stærsta fyrirtæki landsins í áraraðir er horfið af sjónarsviðinu, og nýreistar og glæsilegar höf- uðstöðvar þess við Kirkjusand hafa skipt um eigendur. Hundruð starfsmanna misstu óvænt atvinnu sína; margir höfðu hvergi unnið um sína daga nema hjá Sambandinu og áttu fá ár eftir af starfsævi sinni. Samvinnumenn fylgdust að sjálfsögðu með þessum ótíðindum jafnóðum og þau gerðust í frásögnum fjölmiðla, en túlkunin var ærið misjöfn og ekki alltaf hlutlaus. Engu var líkara en sumir hlökkuðu yfir örlögum risans í íslensku viðskipta- lífi sem stóð nú á brauðfótum og riðaði til falls. Þrátt fyrir fréttir fjölmiðla var mörgum spurningum ósvarað varðandi fall Sambandsins í hugum samvinnumanna. Hvað gerðist í raun og veru? Voru engar færar leiðir til bjargar? Hvenær hófst sú óheillaþróun sem leiddi til rekstrarstöðvunar? Átti hún sér langan aðdraganda eða gerðist hún skyndilega og kom forráðamönnum í opna skjöldu? í þessu hefti Hlyns birtist ítarlegt viðtal við Sigurð Markússon, stjórnar- formann Sambandsins, og þar svarar hann skilmerkilega nokkrum af þeim spurningum sem heitast hafa brunnið á vörum samvinnumanna. Varðandi aðdragandann kemst Sigurður meðal annars þannig að orði: „Rekstrarörðugleikar Sambandsins áttu sér langan aðdraganda í þeim skilningi að ýmsar deildir höfðu lengi verið reknar með tapi eða þá með mjög litlum eða engum hagnaði. Innflutningsdeildin hafði löngum ver- ið einn af burðarásunum í rekstrinum, en á síðustu árum áratugarins 80 til 90 snerist afkoma hennar yfir í hrikalegt tap. Eg tel að þessi sveifla hafi orðið Sambandinu þyngri í skauti en nokkurt annað áfall sem það varð fyrir." Um langt skeið þótti heppilegast að þrjú rekstrarform fyrirtækja fengju að þrífast hlið við hlið: Opinber rekstur ríkis eða sveitarfélaga, sam- vinnurekstur og einkarekstur. Nú er sú skoðun hins vegar útbreidd að að- eins einkarekstur eigi rétt á sér, og er í því efni skemmst að minnast einkavæðingar ríkisfyrirtækja sem unnið er markvisst að um þessar mundir. Það er því tímanna tákn að mörg fyrirtæki, sem áður voru hluti af rekstri Sambandsins, eru nú rekin sem hlutafélög. Um þau farast Sigurði Mark- ússyni orð á þessa leið: „Ég er bjartsýnn á framtíðargengi þeirra félaga sem nú eru að hasla sér völl og rekja ættir sínar til hinna gömlu aðaldeilda Sambandsins. Hjá sumum þeirra hafa umskiptin úr einu félagsformi yfir í annað valdið byrjunarörðugleikum, en þessir örðugleikar sýnast nú vera að baki." G. Gr. Hlynur • ©

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.