Hlynur - 15.06.1995, Síða 5

Hlynur - 15.06.1995, Síða 5
Sambandib var í rauninni bandalag margra fyrirtækja - og flest þeirra starfa enn vib nýjar og breyttar aðstæbur Hlynur rœðir við Sigurð Markússon, stjórnarformann Sambands íslenskra samvinnufélaga „Allt er í heiminum hverfult," yrkir Jónas Hallgrímsson, en 150 ára ártíð hans var á liðnu vori. Og satt er það að fá mannanna verk reynast varan- leg, hversu mikilvæg og merkileg sem þau voru í upphafi. Samvinnustefnan fór eins og eldur í sinu um landið um síðustu aldamót, og fyrir hennar til- verknað tókst íslendingum að taka verslunina í eigin hendur. Þessi fagra hugsjón hvatti landsmenn óspart til dáða og átti drjúgan þátt í farsælum lyktum sjálfstæðisbaráttunnar. Kaup- félög voru stofnuð um land allt, og Samband íslenskra samvinnufélaga varð smátt og smátt stærsta og öflug- asta fyrirtæki þjóðarinnar. Nú er öldin önnur, eins og allir vita. Sambandið hefur ekki lengur nein viðskiptaleg umsvif, og til þess að fræðast um orsakir þess og afleið- ingar hefur HLYNUR snúið sér til Sigurðar Markússonar, stjórnarfor- manns, og beðið hann að svara nokkrum spurningum. • Heima og erlendis „Það atvikaðist þannig að ég var að leita mér að vinnu vorið 1951, en þá var liðið ár frá því ég hafði tekið stúdentspróf frá Verslunarskóla ís- lands," sagði Sigurður er hann var fyrst beðinn um að segja frá tildrög- um þess að hann fór að starfa fyrir samvinnuhreyfinguna. „Góður vin- ur minn hafði óbein tengsl við Sam- bandið. Hann útvegaði mér viðtal við starfsmannastjóra og þannig bar það til að ég hóf störf í bókhalds- deild Sambandsins 1951. Ég vann í ýmsum deildum til hausts 1955. Þá fluttist ég yfir til Olíufélagsins hf og starfaði þar sem aðalbókari til árs- loka 1958. Fyrri hluta ársins 1959 starfaði ég í Útflutningsdeild, en flutti með fjölskyldu mína til Skotlands sumarið 1959 og hóf þá störf á Leith-skrifstofu. Næstu árin var ég framkvæmdastjóri á skrifstof- um Sambandsins í Leith, London og Hamborg, en kom aftur heim til Is- lands vorið 1967 eftir átta ára úti- vist. Ég var framkvæmdastjóri í Véladeild 1967 til 1969, í Skipulags- og fræðsludeild 1969 til 1975 og stýrði síðan Sjávarafurðadeild frá 1975 til 1990 eða í fimmtán ár. Á að- alfundi Sambandsins 1990 var ég kosinn formaður stjórnar og hef síð- an unnið að þeim skipulagsbreyt- ingum og skuldaskilum sem mjög hafa verið til umræðu hin síðustu misseri." • Góbar minningar Hvað er þér minnisstœðast frá starfsár- um þínum, þegar þú lítur yfir farinn veg? „Ég á margar góðar minningar frá fjölbreyttum starfsferli mínum hjá Sambandinu og fyrirtækjum tengd- um því. Það varð mér mjög mikils virði að fá tækifæri til að eyða átta árum í Bretlandi og Þýskalandi á til- tölulega ungum aldri, og ég tel mig ævinlega standa í þakkarskuld við þá góðu menn sem stuðluðu að því að þetta mætti verða. Árin í Sjávaraf- urðadeild voru mjög skemmtilegur tími. Þá var mikill vöxtur í starfsem- inni sem kom meðal annars fram í því að magn útfluttra sjávarafurða meira en tvöfaldaðist á rúmum ára- tug. Á þessum tíma komu upp tvö afar þýðingarmikil markaðssvæði fyrir frystar sjávarafurðir, annars vegar Evrópa á nýjan leik eftir nokk- urra ára lægð og hins vegar nýir markaðir í Suðaustur-Asíu. Báðir þessir markaðir eru enn í vexti." • Miklar fórnir Það hefur komið íþinn hlut ásamt fleir- um að selja eignir og ganga þannig frá fjármálum Sambandsins að það yrði ekki gjaldþrota. Vofði gjaldþrotsvofan Hlynur •

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.