Hlynur - 15.06.1995, Qupperneq 10

Hlynur - 15.06.1995, Qupperneq 10
yrði ekki hættulaus ferð. En hann kvaðst hafa vitað hvernig á stóð og viljað reyna að hlaupa undir bagga; kaupfélagið á Húsavík hefði verið bjargarlaust og danska verslunin á staðnum neitað félagsmönnum um lífsnauðsynjar nema með afarkost- um. Hafís lá fyrir öllu Norður- og Aust- urlandi, og þegar Miaca kom til Seyðisfjarðar, leist skipshöfninni ekki á blikuna. Hún neitaði að fara lengra. Um síðir tókst Tönnes þó að telja henni hughvarf, svo að ferð- inni var haldið áfram. Allt gekk að óskum nema hvað Miaca miðaði hægt áfram og ferðin virtist ætla að taka mun lengri tíma en ráðgert hafði verið. Við Mel- rakkasléttu varð skipið að sigla land- megin við hafís sem stóð botn. Að morgni laugardags fyrir pálma- sunnudag, sem var 2. apríl, birti heldur en ekki í hugum margra Hús- víkinga, þótt dimmt væri í lofti. Sést hafði til ferðar vetrarskipsins, og síð- ar lagðist það á Víkinni grunnt fram undan Naustagili. Sambland af sigurgleði og fegin- leika braust út meðal kaupfélags- manna. Benedikt á Auðnum lýsti viðbrögðum fólksins svo að sumir hafi verið „ærir af gleði". „Ég hef aldrei séð jafnmikla og almenna gleði eins og við þessa skipskomu", sagði hann. Það var ekki að undra, því að vissulega var ástæða til að fagna. Fé- lagsmenn voru búnir að þreyja þorr- ann og góuna við lítinn kost - milli vonar og ótta. Nú höfðu vonir þeirra ræst, og þungu fargi kveljandi óvissu var af þeim létt. * Hættuleg uppskipun Þegar þennan eftirminnilega laugar- dag hófst uppskipun úr Miaca, og samtímis sendi Jakob Hálfdanarson hraðboða fram um sveitir til að flytja gleðitíðindin. En uppskipunin gekk ekki þrauta- laust. Á pálmasunnudag brast á norð- austan stórhríð, svo að erfitt reynd- ist að vinna við lausabryggjur og önnur frumstæð uppskipunartæki. Tönnes skipstjóri færði þó skipið nær landi eins og framast var unnt. Unnið var óslitið nótt og dag við uppskipunina, því að óttast var að ísinn mundi þá og þegar granda skipinu þar sem það lá. Stormur var á með fjórtán stiga gaddi - og fór nú að leiða öldu inn á höfnina. Þeir sem unnu við uppskipunina þurftu að bera níðþunga vörusekk- ina gegnum brimlöðrið. í hvert skipti, sem þeir komu til skipsins, voru klæði þeirra orðin beingödduð, og varð því að láta þá fara niður í vélarrúmið til að þíða þau, áður en þeir legðu upp í næstu ferð. En allt komst í land. Og Jakob Hálfdanarson heyrðist segja - eins og við sjálfan sig: „Blessaður maturinn, bölvað brimið!" * Á elleftu stundu Seint að kvöldi pálmasunnudags lauk uppskipun án þess að teljandi óhöpp yrðu. Jakob kól að vísu nokkuð á höndum og andliti - en gerði lítið úr. Og fögnuðurinn yfir unnum sigri dró sviðann úr kalsárunum næstu daga, þegar hann hafði komið varn- ingnum fyrir í nýreistri geymslu kaupfélagsins og tók að úthluta mat- björginni til félagsmanna. Að morgni mánudags var Miaca sigld á brott, og Húsavíkurhöfn orð- in auð á ný. Hún var það þó ekki lengi. Skammt undan beið heill floti al- búinn þess að sigla hraðbyri upp að norðurströnd íslands. Það var sá floti sem séra Matthías Jochumsson hefur lýst svo eftirminnilega: Silfurfloti sendur oss að kvelja, situr í stafni kerling Helja hungurdiskum hendandi yfir gráð. Hann lagðist upp að landi fáum dögum síðar og fyllti hverja vík. Hinu happasæla vetrarskipi hafði tekist að skjóta „landsins forna fjanda" ref fyrir rass - á elleftu stundu. * Langar sleðalestir Alla páskavikuna streymdu menn ofan úr sveitunum til Húsavíkur að draga sér björg í bú. Sleðalestir hlaðnar kornvörum og fleiri nauðsynjum gengu stöðugt frá Húsavík fram til dala. Laugardaginn fyrir páska lögðu nítján sleðar úr Mývatnssveit í einni lest úr Reykjahverfi upp yfir Hóla- sand. Slíkt hafði aldrei áður gerst. Með komu vetrarskipsins styrkti Kaupfélag Þingeyinga stöðu sína svo að um munaði, bæði efnahagslega og siðferðilega. Selstöðuverslunin danska bar ekki sitt barr eftir þetta. Hún var á stöðugu undanhaldi, uns hún lagðist niður með öllu. • Hlynur

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.