Hlynur - 15.06.1995, Page 15

Hlynur - 15.06.1995, Page 15
Héraðsskógar 5 ára: „Nytjaskógrækt er jafnsjálfsögb og vegagerb" Viðtal: Álfheiður Eymarsdóttir Viðtal við Helga Gíslason, framkvœmdastjóra Héraðsskóga Það renna tvær grímur á flesta þegar minnst er á timburverksmiðju á ís- landi. Flytjum út íslenskan pappír og eldspýtur úr birki eða lerkipanel! Hvílík vitleysa, hér vex nær enginn skógur og sá litli sem er ætti að fá að vera í friði fyrir augað, sálina og hjart- að að njóta. En möguleikinn er ekki eins fjarlægur og ætla mætti. í forn- um handritum forfeðra okkar sem hér námu land er sagt frá því að land- ið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Það breyttist með ágangi manna og dýra en undanfarið hefur verið gerð gangskör að því að bæta fyrir syndir feðranna. Nú í surnar eru 25 ár síðan bændur í Fljótsdal gróður- settu plöntur í landi Víðivalla, upp- hafsframkvæmdir Fljótsdalsáætlunar um nytjaskógrækt á bújörðum. í Helgi Gíslason framkvœmdastjóri Héraðsskóga sumar eru líka fimm ár frá því fyrst var gróðursett í verkefninu Héraðs- skógum, sem var samskonar verkefni bænda á Fljótsdalshéraði. I tilefni þessa tvöfalda afmælis nytjaskóg- ræktar á íslandi ræddi Hlynur við framkvæmdastjóra Héraðsskóga, Helga Gíslason. Hlyn fýsti að vita hver hefði átt hugmyndina að Hér- aðsskógum. • Nú líta menn á þetta sem atvinnu Flest rennur þetta nú líklega und- an rifjum Jóns Loftssonar, núver- andi skógræktarstjóra, en þá var hann skógarvörður á Hallormsstað. Við lítum reyndar svo á að Héraðs- skógar, sem urðu að lögum árið 1991, séu arftaki Fljótsdalsáætlunar. Hún var hálfgert tilraunaverkefni í nytjaskógrækt bænda sem hafði það að markmiði að starfa í einu sveitar- félagi á Héraði. Það verkefni hófst 1970 og við hugsum Héraðsskóga sem nokkurskonar þröskuld eða þrep upp á við í nytjaskógrækt. Hugmyndin er því komin fram þeg- ar um 1970 og þá var hafist handa. Héraðsskógar eru í raun og veru lokaskrefið, nú stíga menn skrefið til fulls og fara út í þetta af alvöru á öllu Héraði. - En hver er þá munurinn á Héraðs- skógum og Fljótsdalsáœtlun, er þetta stærra í sniðum eða fleiri sem taka þátt? Já, það er eiginlega hvort tveggja. Áður voru þetta aðeins nokkrar jarð- ir í einu sveitarfélagi. Nú er allt Upp- héraðið lagt undir. Markmið Fljóts- dalsáætlunar var að klæða 1500 hektara lands skógi á 20 árum en Héraðsskógar hafa að markmiði 15.000 hektara á 40 árum. Til Fljóts- dalsáætlunar fékkst lítil fjárveiting og þá var þetta meira tilraunakennt en nú líta menn á þetta sem at- vinnu. • Treysta byggí) og efla atvinnulíf á Hérabi - En hver eru markmið verkefnisins nytjaskógrækt á hújörðum? Eiga bænd- ur að geta lifað afþessu einu og sér? Markmiðin koma skýrt fram í fyrstu grein laga um Héraðsskóga. Þar segir að tilgangurinn sé að stuðla að ræktun nytjaskóga á Fljótsdals- héraði og umhirðu þess skóglendis sem þar er fyrir og að treysta með því byggð og efla atvinnulíf á Hér- aði. Þetta tengist líka að nokkru leyti því að á árunum í kringum 1990 var mjög mikill samdráttur í ræktun sauðfjár hérna og síðan var skorið niður allt sauðfé á svæðinu vegna riðu. Menn vildu spyrna við fótum og leita að nýjum atvinnutækifær- um og þetta varð ofan á sem ákjós- anlegur möguleiki. • Ansi margar fyrirstöb- ur í kerfinu - Hvernig tóku yfnvöld í þessa hug- mynd? Það var með misjöfnu móti. Stjórnmálamenn höfðu skilning á

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.