Hlynur - 15.06.1995, Page 17

Hlynur - 15.06.1995, Page 17
Við störf hjá Héraðsskógum ára og ekki liðin nema fimm ár af henni. Það er þó farinn að sjást ár- angur, ræktunin sjálf er farin að skila sér. Núna er búið að gróður- setja yfir sex milljónir plantna og farin að sjást örlítil blæbrigði þar sem fyrst var gróðursett. Síðan er unnið að grisjun á þeim skógum sem voru gróðursettir um Í970 í Fljótsdalsáætlun. Þeir bændur sem voru í því verkefni eru flestir í Hér- aðsskógaverkefninu þannig að skóg- arhögg er einnig hafið. • Skógrækt ný búgrein - Hvað með starfsemi og starfsfólk í kringum Héraðsskóga, erþetta stórtfyr- irtceki? Skógrækt er mjög mannfrek og krefst mikils vinnuafls. Þetta byrjaði þannig að bændur þekktu þessi störf tiltölulega lítið og voru þess vegna ekki mjög virkir fyrsta árið sem verk- efnið fór í gang fyrir alvöru, árið 1991. Það ár voru um 70 manns á launaskrá hjá Héraðsskógum. í dag er verkefnið komið á fullt skrið og framkvæmdir miklu meiri heldur en í upphafi en nú eru ekki nema sex á launaskrá. Þrátt fyrir að verkefnið sé orðið umfangsmeira þurfurn við að kaupa minna vinnuafl en áður því bændurnir vinna orðið öll þessi verk sjálfir. - Þeir hafa ekki verið jafnvantrúaðir á þetta og yfirvöld á sínum tíma? Nei, þeir eru auðvitað búnir að sjá möguleikana í skógrækt. Þeir þekkja sínar sveitir og sínar jarðir og eru kunnugir því sem hefur verið að ger- ast á Hallormsstað og ræktun bændaskóga uppí Fljótsdal frá 1970. Ég held því að þeir hafi litið á þetta sem eðlilegan hlut. Með nytjaskóg- rækt er verið að auka getu landsins til afkasta. Þetta er einfaldlega ný búgrein. Hlynur •

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.