Hlynur - 15.06.1995, Page 24

Hlynur - 15.06.1995, Page 24
'Hlyrvur* <ynn\r ís e.ns <a • mmleiðs u Efnaverksmiðjan Sjöfn Efnaverksmiðjan Sjöfn hefur sett á markað KRAFT-linuna sem eru þvottaefni og uppþvottalögur. Kraft Ibvottaefni Kraft þvottaefni er nýtt hágæða þvottaefni í flokki Ultra eða há- styrksþvottaefna. Þetta þýðir að einungis þarf að nota helming þess magns sem nota þarf af venjulegum þvottaefnum. Forþvottur er oftast óþarfur þegar þvegið er með KRAFTI. KRAFT þvottaduft inniheldur vist- hæf hráefni sem brotna niður i skaðlaus efni í náttúrunni. KRAFT þvottaduft þvær vel við lágt hitastig og sparar því orku. KRAFT inniheldur TAED sem eyk- ur virkni þvottaduftsins við lægra hitastig og gerir þvottinn hvítari. Kraft er ætlað til þvotta á Ijósum og lituðum þvotti. Þar sem KRAFT inniheldur bleikiefni eins og nán- ast öll þvottaefni nema þau sem merkt eru COLOR þarf að gæta þess að þvo ekki lifaðan þvott ^3 • Hlynur með KRAFTI nema þá við 40°C og lægra, annars er hætta á að þvotturinn upplitist með tímanum eins og neytendur þekkja. Þetta á þó ekki við um mjög óhreinan þvott eins og vinnufatn- að, þar fer bleikikraftur þvottaefn- isins til að brjóta niður óhreinindi og fá fötin hrein. KRAFT inniheld- ur ensím sem hjálpar til við að brjóta niður eggjahvítu og sterkju og eykur þannig virkni efnisins við að hreinsa ýmsa bletti úr föt- um svo sem matarleifar, gras- grænu og fl. Kraft uppþvottalögur Inniheldur sérstæða blöndu af yfirborðsvirkum efnum sem skila gleri og áhöldum skinandi hreinum. KRAFT - UPPÞVOTTALÖGUR inniheldur enn meira af virkum efnum en VEX - og EPALVEX - UPPÞVOTTALEGIRNIR sem þykja þó með þeim sterkari af venjulegum uppþvottalögum. Við viljum hvetja fólk til að kynna sér þessar vörur og dæma út frá eigin reynslu. Is- lensk framleiðsla á að standa sig, en hún á líka að njóta sannmælis og fá sin tækifæri. Sendum samvinnufólki og öðrum landsmönnum bestu sumarkveðjur Kaupfélag ísfirðinga Austurvegi 2 Sími 456 3266

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.