Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Blaðsíða 8
Þórbergur Þórðarson
um grunsemdirnar og geta leitt til meiri eða minni rekistefnu, spurninga,
útúrspurninga og augnaáhvessinga. Þá er mikils virði, því máttu trúa, að
vera æfður í að gera sig heiðarlegan í framan. Útlendingar, ekki síst
njósnaraveiðarar, eru klókari á útlit manna en íslendingar. Danskir kaup-
menn hafa í þeim klókindum mikla yfirburði yfir koll-leka sína hér á
landi, svo að eitt dæmi sé tekið. Sbr. val á búðarfólki þar og hér.
Undir þessu fargi geðbilaðs heims vöknuðum við Margrét, litlar
manneskjur, morguninn eftir að við höfðum afráðið að snúa aftur þá að
kvöldi, og þar með hófst erfiðasti dagur ævi okkar. Við sögðum upp
íbúðarsal okkar í Luxó og áttum að vera komin með föggur okkar út
þaðan klukkan fjögur, hámuðum svo í okkur matarbita.
Girðingaverkin sem við áttum nú að klífa yfir voru vísum gegnum
Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskaland til þess að komast til Kaupmanna-
hafnar. Við töldum að sjálfsögðu engan vafa á að við fengjum þessi
umferðarleyfi, og við, hrekklausar manneskjur, sáum ekki fyrir að þau
kostuðu okkur þvílíkar þrautir sem raun varð á. Jón Helgason pantaði
fyrir okkur bíl, auðvitað rándýran fyrir fólk úr ruslgengislandi, og svo var
ekið af stað. Þá var klukkan tíu að morgni. Við byrjuðum á þeim end-
anum sem við af fákænsku okkar hugðum vera réttan og báðum ökuþór-
inn að skutla okkur í tékkneska sendiráðið, og nú var ekin löng leið,
mörg stræti, fyrir mörg horn, yfir mörg torg, og við vissum bara ekkert,
og ruslkrónurnar okkar runnu út hver af annarri. Himinninn hafði ekki
gleymt að glenna út sitt skjannalega heiði. Loftið var kyrrt eins og blýhaf.
Og sólin bakaði og steikti meira en nokkru sinni áður. Þetta var heitasti
dagur okkar í Búddó.
Þegar í sendiráðið kom var biðsalurinn þar hálfur af sitjandi og stand-
andi fólki, sem beið einhverra fýrirgreiðslna. Hér yrðum við að bíða þar til
lokið væri að leysa þennan hóp af hólmi, og hitinn inni næstum óþolandi.
Klukkan var fast að tólf þegar röðin kom að okkur. Þá datt sú frétt yfir
okkur eins og reiðarslag, að við höfðum byrjað á öfugum enda. Við
yrðum fyrst að fá vísum gegnum Austur-Þýskaland. Svo gætum við
komið hingað og fengið okkar vísu, en afgreiðsla yrði hér engin frá
klukkan tólf til tvö. Það leyndist viss veraldarkænska í þessu sem okkar
réttlínuheilum hafði skotist yfir. Við fengum lýsingu í stórum dráttum á
leiðinni í sendiráð Austur-Þýskalands. Það var langur vegur og ekki
beinn. Við réðum samt af að fara þetta fótgangandi til þess að spara
ruslið, þó að eldar himinsins loguðu nú í algleymingi og við værum upp-
skekin á æðum og taugum. Svo lögðum við af stað, tvær litlar mann-
eskjur, og þræddum okkur stræti úr stræti með fyrirspurnum á götu-
hornum. En þegar við opnuðum dyrnar á forsal sendiráðsins, lá okkur
6
TMM 2004 • 4