Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Blaðsíða 62
Bjarni Bjarnason
Bónorð
Þegar ég tók á móti Jesú Kristi,
sem frelsara mínum,
á samkomu hjá BILLY GRAHAM,
á Grænmetistorginu í Kaupmannahöfn,
árið 1954,
þá fann ég Guð.
Þannig byrjar ljóðið „Vitnisburður minn“ eftir Eggert E. Laxdal' í bók-
inni Lifandi vatn sem út kom hjá Laxdalsútgáfunni 1990. Þessi atburður
virðist hafa markað þáttaskil í ævi Eggerts. Seinna í bókinni er annað Ijóð
einvörðungu tileinkað Billy og mynd af honum upplýstum himnesku
ljósi að tala yfir lýðnum. I bókinni Leitin að Guði sem kom út 1996 á
vegum Kirkju frjálshyggjumanna í Hveragerði, sem Eggert veitti for-
stöðu, þykir óinnvígðum á köflum sem greina megi rödd Billys í gegnum
textann:
Hver vill ekki öðlast íyrirgefningu syndanna og eilíft líf að þessu loknu? Er það
ekki þetta, sem allir þrá og brjóta heilann um þegar þeim verður hugsað til þess-
arra hluta. Jesú er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þetta sagði hann um sjálfan sig
og hver vill væna hann um ósannsögli? Þess vegna er ekki um nema eitt að gera
og það er að ganga Jesú frá Nasaret á hönd og afhenda honum allt sitt líf, bæði í
bráð og leynd. Viltu gera þetta núna? Það er ekki víst að þú fáir annað eins gott
tækifæri síðar. Það er náðarstund. Láttu hana ekki fara framhjá þér, því að hún er
gullvæg og leysir öll hin innri vandamál þín. Hjarta þitt mun fyllast af friði sem
þú þckktir ekki áður, enda sagði Drottinn: „Minn frið gef ég yður.“ Þetta hafa
margir reynt við slíkt tækifæri og ég minnist þess sjálfur þegar ég tók á móti Jesú
Kristi sem frelsara mínum fyrir orð hins þekkta predikara Billy Grahams á úti-
samkomu, sem hann hélt í Kaupmannahöfn fyrir 40 árum. Það var sem þungri
byrði væri létt af herðum mínum og öll tilveran blasti við mér í nýju Ijósi. Ég var
frjáls og allar hinar miklu syndir mínar voru fyrirgefnar í heilögu blóði Jesú Guðs
sonar, sem hreinsar oss af allri synd eins og Biblían segir.
60
TMM 2004 -4