Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Blaðsíða 76
Dagný Kristjánsdöttir enginn vill umgangast Unnar og hann er þjáður af sektarkennd. Rudd- arnir í skólanum hans uppi í Árbæ pína hann og niðurlægja, þeir þykjast vera að hefna fyrir Konna en eru í raun að kvelja hann sér til skemmt- unar. Eina nóttina kveikir tölva Unnars á sér sjálf og aftur kveikir hún á sér sjálf eftir að hann hefur tekið hana úr sambandi og farið að sofa. Unnar hefur verið skyggn sem barn og hann byrjar að sjá fríðri unglingsstúlku bregða fyrir hér og þar. Loks birtist hún honum á tölvuskjánum, segist heita Tara og þarfnast hjálpar hans. Með hjálp Konna finnur hann þráð og saman rekja þeir hann aftur í tímann þar til þeir eru komnir með upp- lýsingar um gamalt og óhugnanlegt sakamál. Unglingsstúlkan Þóra hefur fyrir tólf árum drekkt sér í Elliðavatni eftir hryllilega misnotkun af hálfu föður síns sem allt samfélagið vissi um en enginn gerði neitt í. Tara/Þóra gefur Unnari styrk til að ráðast gegn kvölurum sínum og snúa við ofsóknartafli þeirra. f hefndarskyni ráðast þeir inn á heimili hans, en áður en þeir geta lumbrað á honum fellur hann í dá sem kemur öllum á óvart og engin skýring fínnst á. Skömmu síðar fellur Konni í sams konar dá og foreldrarnir standa ráðþrota. Drengirnir eru ekki í líkömum sínum vegna þess að þeir eru að hjálpa Töru við að komast aftur heim til sín til ársins 3012. Hún þarf að kom- ast fram fýrir árið 2160 en þar nær hún orkustöð sem dugir henni til að komast heim. Hún hafði verið að fikta með tímaflakk heima á sínu tíma- skeiði en missti stjórn á fiktinu og kastaðist aftur til ársins 2003. Þar er hún lokuð inni uns hún „finnur“ orkusvið Unnars sem getur hjálpað henni að komast burt. Bæði Unnar og Konni hafa næstum látið lífið í þeim átökum en báðir komast þó heim að lokum og allir verða glaðir. Gleðin stafar ekki minnst af því að læknum á árinu 3012 tekst að gefa Konna mátt aftur í fæturna þó að læknarnir á Landspítalanum eigni sér náttúrulega heiðurinn af því. Hinir illu og grimmu skólabræður þeirra verða ljúfir sem lömb enda búnir að þjást af sektarkennd yfir meðvitund- arlausum félögum sínum. Sátt tekst með öllum en endir bókarinnar er dularfullur og opnar nýjar spurningar. Vísindin efla alla dáð Leiðin eða flutningurinn milli heima sýnir oft hvaða bókmenntagrein saga tilheyrir, hvort hún er fantasía eða vísindaskáldsaga eða þróast úr því fýrra yfir í það síðara eða öfugt. Munurinn felst í því að ef undarlegir atburðir fara að gerast sem við höfum aldrei séð eða vitað af en teljum að gætu gerst þá er textinn vísindaskáldsaga, en ef við teljum að atburðirnir 74 TMM 2004 • 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.