Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Blaðsíða 39
Daginn sem skipið sökk Hér mætti rifja upp söguna af því þegar ég fékk þá hugmynd að taka viðtal við síðustu Arnarflugsfarþegana sem urðu strandaglópar í Dan- mörku þegar félagið fór á hausinn en eigendur DV áttu þá allstóran hlut í Arnarflugi. Þegar ég stakk upp á þessu sem góðu efni í helgarblaðið hall- aði Jónas Kristjánsson sér fram í stólnum, horfði illilega á mig og spurði: „Finnst þér þetta fyndið Páll?“ Svo var það mál ekki rætt frekar en ég taldi þetta ótvíræða höfnun og talaði aldrei við farþegana. Það var síðan fyrir röð tilviljana að ég hætti störfum á DV, að mig minnir haustið 1991, og þótt ég hefði ýmis samskipti við blaðið sem lausapenni næstu ár á eftir kom ég ekki þangað inn sem fastur starfs- maður fyrr en haustið 1999. Mættur aftur Ég tók fljótlega effir því að það höfðu orðið nokkrar breytingar á yfir- stjórn fyrirtækisins. Eyjólfur Sveinsson, sonur Sveins Eyjólfssonar sem lengst af hafði verið aðaleigandi blaðsins, var orðinn hæstráðandi til sjós og lands og hafði þegar byggt upp flókið veldi dótturfyrirtækja, eignar- haldsfélaga og samstarfsfyrirtækja sem enginn virtist hafa yfirsýn yfir nema hann. Þessi flókna spilaborg stóð undir regnhlífinni sem var Frjáls fjölmiðlun. Þegar þetta er ritað eru lögfræðingar enn að reyna að greiða úr flækjunni sem varð til þegar Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota í einum stærsta skelli íslandssögunnar. Þá voru komnir nýir eigendur að DV í formi einhvers konar útgáfu- félags sem enginn vissi nákvæmlega hver átti en fulltrúi þess í ritstjórn blaðsins var Óli Björn Kárason. Sífellt voru einhver umsvif í bígerð sem áttu að færa fyrirtækið nær því að verða stórveldi en þau urðu einhvern veginn aldrei að veruleika. Þrálátur orðrómur um stórfelld fjárhagsvand- ræði leið um gangana eins og reykur sem síðan leystist upp og gekk í samband við andrúmsloffið. Sjálfur hitti ég Eyjólf eiginlega aldrei í eigin persónu meðan ég vann þarna ef frá er talinn fundur sem flestir eigendur og yfirmenn blaðsins héldu. Þar var beðið eftir Eyjólfi í 30 mínútur. Þegar hann kom gaf hann sér tíma til að bjóða fundargestum sælgæti, talaði nokkur símtöl í far- símann sem hringdi án afláts og stóð við í 15 mínútur. Einu sinni stöðv- aði hann mig þó á ganginum og spurði hvort ég vildi selja bílinn sem ég var þá nýkominn á. Svarið var nei. TMM 2004 • 4 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.