Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Blaðsíða 96
Bókmenntir sækir hann heim fursta, kónga, hertoga, skáld og listamenn. Hann er upp undir eitt ár í lengstu ferðunum og leitar sífellt lengra frá Danmörku, kemst til Austur- landa nær og dreymir meira að segja um að fara til Ameríku. Jens Andersen leitar sem fyrr fanga í dagbókum, bréfum og ævisögum samferðamanna skálds- ins og gefur glögga mynd af ferðalangnum og gestinum Andersen, sem var hald- inn þvílíkri útþrá að henni varð að svala um leið og vora tók. Ferðalögin voru fyrir honum sem „andleg námsár“, leið til að öðlast þroska. Ferðabækurnar urðu margar, auk þess sem margar skáldsagnanna og mörg ævintýranna gerast á framandi slóðum, og ferðalögin voru stöðug leit að samhengi, því fyrir H.C. Andersen var lífið landkönnun. Ráðgátan H.C. Andersen Öllu þessu tekst Jens Andersen að miðla á þann hátt að maður getur ekki annað en látið heillast af þessum ótrúlega sjálfsupptekna manni, þessari þversagna- kenndu persónu sem nærðist á sambandinu við annað fólk en varð með árunum sífellt sjálfhverfari. Manni sem þráði aðdáun og viðurkenningu annarra en neit- aði jafnframt að láta af sérkennum sínum og hafði þor til að standa með sjálfum sér og segja „takið mér eins og ég er“. Yfirsýn Jens Andersens er mikii, aðföngin sömuleiðis og myndin sem lesandinn fær af skáldinu og verkum hans er svo samsett og flókin að maður hugsar eins og H.C. Andersen sjálfur - hvílík ráðgáta var þessi maður. Gauti Kristmannsson Hvaðan kemur íslenskt dulsæi? í 2. tölublaði hins nýendurreista Tímarits Máls og menningar birti Hólmfríður Garðarsdóttir greinina „Dulmagn Vigdísar. Latneskt-amerískt töfraraunsæi eða alíslenskt dulsæi í verkum Vigdísar Grímsdóttur“. Hólmfríður vill með grein sinni, sýnist mér, hrekja þá hugmynd að flokka megi verk Vigdísar Grímsdóttur undir það sem kallað hefur verið töfraraunsæi á íslensku og hefur einkum verið tengt suður-amerískum bókmenntum sem fengu byr undir báða vængi með meistaraverkum Gabriels García Márquez og nóbelsverðlaunum hans. Það er vissulega þarft að minna á að í bókmenntafræðunum sé ekki heppilegt að nota einfalda stimpla yfir flókin fyrirbæri, en aftur á móti verður mönnum að leyfast að nota hugtök sem nokkurt samkomulag er um í orðræðunni, ef þeir geta fært sæmileg rök fyrir því. Ég nefni þetta vegna þess Hólmfríður leggur í gagnrýni sinni út af stuttum ritdómi mínum í Víðsjá Ríkisútvarpsins fyrir jólin 2002 og finnst mér hún kannski gera meira úr mínum þætti en rétt er, því bæði er það svo að ég er engan veginn fyrstur eða einn um að nota þessa skilgreiningu 94 TMM 2004 • 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.