Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2019, Qupperneq 6

Sveitarstjórnarmál - 2019, Qupperneq 6
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL Árið 2016 var hafin vinna við gerð áfangastaðaáætlana um land allt. Verkefnið var sett í forgang í Vegvísi í ferðaþjónustu. Markmiðið var að staðfesta mikilvægi ferðaþjónustunnar sem grunnstoðar byggðaþróunar og atvinnulífs. Einnig var lagt upp með að efla samtal í hverjum landshluta um aðgengi og umferð ferðamanna til að dreifa álagi, vernda náttúru og tryggja öryggi. Hvað eru áfangastaðaáætlanir? Áfangastaðaáætlun er stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu á tilteknu svæði, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn ber ábyrgð á og hvaða auðlindir verði hagnýttar. Um er að ræða heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og náttúru. Tækifærin felast í áfangastaðaáætlunum Áætlanirnar eru unnar í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðar á sínum svæðum, en við vinnuna var landinu skipt upp eftir verkefnasvæðum markaðsstofanna. Hverju geta áfangastaðaáætlanir skilað? Áfangastaðaáætlanir landshlutanna hafa að undanförnu verið birtar. Áætlun sem þessi verður þó aldrei fullgerð heldur tekur mið af aðstæðum á hverjum tíma og þeirri stefnu sem mótuð er í byggðarlaginu. Með markvissum áfangastaðaáætlunum á að myndast samhljómur þeirra hagaðila sem koma að ferðaþjónustu á tilteknu svæði um hvernig þeir sjá atvinnugreinina þróast til lengri tíma, hvernig uppbygging og framkvæmdir auk aðstæðna á hverju svæði leiða til hagkvæms rekstrar til hagsbóta fyrir samfélagið. Mikilvægt er að áfangastaðaáætlunin sé í samræmi við þær áherslur sem koma fram í annarri stefnumörkun opinberra aðila og einkafyrirtækja. Með góðri áfangastaðaáætlun er eftirsóknarverður áfangastaður ferðamanna mótaður og sterkari stoðum þannig skotið undir ferðaþjónustuna. Í þeim áætlunum sem hafa verið birtar er lögð rík áhersla á að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu, auka hæfni og gæði og draga úr neikvæðum áhrifum ferðaþjónustu á náttúru og samfélög. Áhersla er á að fá ferðamenn til að dvelja lengur á hverju svæði og njóta alls þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða. Í öllum áætlunum má finna verkefni sem tengjast samgöngum, merkingum og öryggi ferðamanna. Þá er alls staðar kallað eftir betri svæðisbundnum gögnum um stöðu greinarinnar til að gera betri áætlanir í framtíðinni. Við erum nú þegar farin að sjá árangur af áfangastaðaáætlunum. Framkvæmdir eru hafnar við nokkur verkefnanna sem þar eru nefnd. Ferðamálastofa hefur styrkt einstök þróunarverkefni með fjármagni. Þá er umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða talið til tekna ef verkefnin eru í áfangastaðaáætlun síns svæðis. Einnig er vinna hafin við að auka svæðisbundnar rannsóknir og söfnun tölfræðigagna. Verði rétt haldið á spilunum munu áfangastaðaáætlanir hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun. Hvert verður framhaldið? Mikilvægt er að halda áfram vinnu við áfangastaðaáætlanir. Ganga þarf lengra í að forgangsraða áfangastöðum og verkefnum innan hvers svæðis. Taka þarf afstöðu til hvar innviða er helst þörf, í hvaða verkefni er skynsamlegast að ráðast strax og hvar ágangur á náttúru er orðinn þannig að grípa þarf til aðgerða. Síðast en ekki síst þarf að greina efnahagslega og Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Guðný Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn taka myndir við Námaskarð í júní 2018.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.