Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2019, Qupperneq 10

Sveitarstjórnarmál - 2019, Qupperneq 10
10 SVEITARSTJÓRNARMÁL Stefnumörkunin er þungamiðjan í öllu okkar starfi ALLT HEFST MEÐ Stefnumörkunin er þungamiðjan í öllu okkar starfi og hefur reynst okkur ótrúlega dýrmæt sem stjórnunartæki frá því við tókum þetta verklag upp árið 2002 og höfum þróað það nokkuð á liðnum árum. Hvar sem okkar fólk kemur, hvort sem er starfsmenn sambandsins, formaður eða aðrir fulltrúar í stjórn þess, byggjum við vinnu okkar og málflutning á stefnumörkuninni, segir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, en stjórn þess samþykkti nýja stefnumörkun til fjögurra ára á fundi sínum 30. nóvember síðastliðinn. Út frá henni var síðan unnin starfsáætlun fyrir 2019, sem samþykkt var á stjórnarfundi í desember. Karl segir sérstaklega ánægjulegt hversu margir koma að undirbúningi og mótun stefnumörkunar sambandsins. Allt til ársins 2002 byggði málefnastarf sambandsins á ályktunum og samþykktum landsþings um einstök mál. Árið 2002 var hins vegar innleitt það verklag að landsþing marki stefnu til næstu ára. Út frá henni er svo unnin starfsáætlun frá ári til árs. Þetta stefnumarkandi landsþing kemur saman að loknum hverjum sveitarstjórnarkosningum og hefur sú venja skapast að það fari fram á Akureyri í september og er það þriggja daga þing. Landsþing fer annars fram á hverju vori í Reykjavík og er þá eins dags þing. Undirbúningur að mörkun nýrrar stefnu fyrir árin 2018-2022 hófst þegar á landsþinginu 2017. Víðtækt eignarhald „Þar fór fram mikil umræða um stefnumótun og hvernig til hefði tekist við að framfylgja þágildandi stefnumörkun. Við fengum þar fjölmargar ábendingar um hvað hefði tekist vel, hverju mætti breyta og hvernig við ættum að horfa til framtíðar. Þegar kom að landsþinginu 2018 höfðum við starfsmennirnir lagt mikla vinnu í undirbúning að mótun nýrrar stefnu. Undirbúin var umræða um hvert einasta markmið, hvað hefði áunnist og hvað kallaði á breytta nálgun. Einnig voru kynntar hugmyndir að nýjum markmiðum. Þessi vinna birtist í heilmiklu plaggi sem sent var út með góðum fyrirvara fyrir landsþingið í haust þannig að allir fulltrúar á því höfðu góðan tíma til að setja sig inn í málin og ræða þau við sitt bakland. Stefnumótunin var síðan rædd í málefnahópum á þinginu. Hafa ber í huga að á landsþingi eiga seturétt 154 kjörnir fulltrúar allra sveitarfélaga landsins auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þingfulltrúar eru því alls um 220 manns,“ segir Karl og leggur áherslu á mikilvægi hins víðtæka eignarhalds á stefnumörkun sambandsins. Skemmtilegt samtal Geysileg endurnýjun hefur orðið í röðum sveitarstjórnarmanna í undanförnum kosningum. Hún nam 57 af hundraði 2010, 54 prósent 2014 og 58 prósent vorið 2018. Á landsþingið í haust kom því margt fólk með takmarkaða reynslu af störfum að sveitarstjórnarmálum. „Það er í raun jákvætt því það eykur fjölbreytni umræðunnar á þinginu að fá ný og fersk sjónarmið frá nýjum sveitarstjórnarmönnum þó reynsla þeirra eldri sé vissulega dýrmæt. Venjan er sú að þessir reynslumiklu þingfulltrúar eru leiðbeinandi fyrir þá sem koma nýir að borðinu, en þeir nýju eru oftast fljótir að Geysileg endurnýjun hefur orðið í röðum sveitarstjórnarmanna í undanförnum kosningum. Garðar Guðjónsson ræðir við Karl Björnsson, framkvæmdastjóra sambandsins. Karl Björnsson hefur verið framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2008.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.