Sveitarstjórnarmál - 2019, Page 12
12
SVEITARSTJÓRNARMÁL
stíga fram á völlinn, og vel má merkja þá
góðu samheldni og þann góða anda sem
skapast í þessum stóra og fjölbreytta hópi.
Allir starfa saman á jafnréttisgrundvelli.
Þeir eldri tala ekkert meira en nýliðarnir
og hlustað er á öll sjónarmið. Það er því
yfirleitt mjög gaman að fylgjast með því
hve landsþingshópurinn er samstilltur og
áhugasamur um að skilgreina sameiginleg
markmið sem miða að því að efla
sveitarfélögin og sveitarstjórnarstigið í heild.
„Hjá sambandinu, vinnum við þetta ekki
ofan frá heldur undirbúa starfsmenn
málefnavinnuna eins vel og kostur er.
Síðan fer af stað þetta skemmtilega
samtal sveitarstjórnanna um allt land. Sú
sameiginlega niðurstaða sem samtalið leiðir
af sér mótar síðan allt starf sambandsins.
Þetta er lykillinn að þeirri sátt sem ríkir
innan sambandsins. Við starfsmennirnir
erum þjónar sveitarfélaganna en komum
aldrei fram sem yfirvald. Það er lögbundið
hlutverk okkar og stjórnar sambandsins
að koma fram fyrir hönd 72 sveitarfélaga
gagnvart ríkinu. Þess vegna þurfum við að
vita nákvæmlega hverju þau vilja ná fram.
Stefnumörkunin er sú leið sem við höfum
þróað til þess,“ segir Karl.
Mikil skilvirkni
Hann segir jafnframt að í því felist mikið
hagræði að starfsfólk sambandsins geti
stuðst við stefnumörkunina, eins víðtæk og
hún er, sem fastan útgangspunkt í störfum
sínum.
„Það reynist okkur til dæmis afar vel að
hafa skýra og vel útfærða stefnu þegar
við veitum umsagnir um lagafrumvörp og
reglugerðardrög. Við veitum 240-360 slíkar
umsagnir á hverju kjörtímabili og oft er lítill
tími til stefnu að skila umsögnum svo þá
kemur sér vel að vita nákvæmlega hvernig á
að bregðast við. Þetta tryggir mikla skilvirkni
og oftast getum við brugðist skjótt og vel
við umsagnarbeiðnum.“
Hann segir að hið sama gildi um fulltrúa
í hinum ýmsu nefndum og starfshópum.
Sambandið og sveitarfélögin eiga fulltrúa
í um 200 opinberum nefndum, ráðum,
stjórnum og starfshópum.
„Fulltrúar okkar geta þar alltaf sótt styrk í
stefnumörkunina. Ef um er að ræða aðra
fulltrúa en starfsmenn sambandsins í slíku
nefndarstarfi hafa þeir tengilið hjá okkur svo
við getum alltaf haft hönd í bagga. Þannig
hríslast stefnumörkunin í gegnum allt starf
sambandsins. Um hana og sameiginlega
hagsmuni sveitarfélaganna ríkir mikil
samheldni.“
Traust til starfsfólksins
Karl segir að starfsmenn sambandsins
hafi frjálsar hendur með útfærslu og
leiðir svo lengi sem þeir vinni á grundvelli
stefnumörkunarinnar.
„Starfsmenn eru ánægðir með þetta frelsi
sem þeir hafa. Þeim er treyst. Það er enginn
að horfa yfir öxlina á þeim í þeirra störfum,
við vitum öll hvert á að stefna. Því sama er
ekki alltaf að heilsa til dæmis í samskiptum
við ráðuneyti. Þar er miklu algengara að
starfsfólk sem við eigum samskipti við þurfi
að bera hluti undir yfirmenn áður en unnt er
að fá niðurstöðu í mál og allt of oft tekur það
mikinn tíma og dregur verulega úr skilvirkni
starfa í ráðuneytunum,“ segir Karl.
Hann sparar ekki hrósið þegar talið berst að
starfsfólki sambandsins.
Svipmynd frá landsþingi sambandsins 2018.
Daníel Jakobsson, Jón Björn Hákonarson og Páll Björgvin Guðmundsson skjóta saman nefjum á
landsþingi sambandins 2108.