Sveitarstjórnarmál - 2019, Qupperneq 14
14
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Spurningin er ekki hvort heldur hvernig
haldið verður áfram með sóknaráætlanir
landshluta. Núgildandi samningar sem
gerðir voru 2015 renna út í lok árs og því
er hafinn undirbúningur að gerð nýrra
samninga sem munu væntanlega gilda
til 2024. Ég hef tekið þátt í þessu verkefni
frá árinu 2012 og í mínum huga er ljóst
að þetta fyrirkomulag hefur gefist vel.
Markmiðið var að færa völd og ábyrgð til
heimamanna á sviði byggðamála og það
hefur tekist. Landshlutasamtök sveitarfélaga
hafa eflst mjög í sínu hlutverki og samstarf
milli ráðuneyta og við landshlutasamtökin
er orðið mun meira. Í ljósi þess að mikil
endurnýjun varð í sveitarstjórnum síðastliðið
vor leggjum við nú áherslu á að kynna
verkefnið fyrir sveitarstjórnarfólki, segir
Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur í
samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
og formaður stýrihóps stjórnarráðsins um
byggðamál.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur
verið virkur þátttakandi í verkefninu
frá upphafi og er Karl Björnsson
framkvæmdastjóri fulltrúi sambandsins
í stýrihópi stjórnarráðsins. Auk þeirra
Hólmfríðar og Karls er hópurinn skipaður
Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og
formaður stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál
Unnið að gerð nýrra
sóknaráætlana um allt land
- eftir Garðar H. Guðjónsson.
fulltrúum allra ráðuneyta. Byggðastofnun
og landshlutasamtök sveitarfélaga eiga auk
þess áheyrnarfulltrúa á fundum hópsins.
Öll mál eru byggðamál
„Í okkar huga eru flest mál byggðamál,“
segir Hólmfríður og vísar til þess hvernig
stýrihópurinn skilgreinir byggðamál.
Byggðamál eru öll þau viðfangsefni sem
hafa áhrif á lífsgæði og samkeppnisstöðu
landshluta, svo sem búsetu, atvinnu og
nýsköpun. Þau snúa að eflingu samfélaga,
félagsauðs, atvinnulífs, menntunar,
menningar, velferðarmála, samgangna og
fjarskipta. Samkvæmt þessari skilgreiningu
er litið svo á að byggðamál séu viðfangsefni
allra ráðuneyta með einhverjum hætti og nái
til landsins alls.
Hólmfríður segir að sóknaráætlanirnar
grundvallist á samningum milli ríkisins og
landshlutasamtaka sveitarfélaga. Upphaf
sóknaráætlana má rekja til ársins 2011 þegar
ríkið óskaði eftir því að landshlutasamtök
sveitarfélaga skiluðu inn tillögum að Frá undirritun um sóknaráætlanir landshluta 2015-2019 sem fram fór í Ráðherrabústaðnum 2015.