Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 2019, Side 15

Sveitarstjórnarmál - 2019, Side 15
15 verkefnum. Í kjölfarið voru 11 verkefni valin um allt land sem ríkið fjármagnaði til eins til fjögurra ára. Árið 2013 voru gerðir sérstakir sóknaráætlanasamningar við öll átta landshlutasamtökin til eins árs. Þeir voru síðan endurnýjaðir árið 2014. Árið 2015 voru svo gerðir samningar sem renna út á þessu ári. Síðar sama ár var verkefnið lögfest þegar Alþingi samþykkti lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir landshluta. Hólmfríður segir lögfestingu verkefnisins hafa verið mjög mikilvæga því þannig hafi skapast festa í verkefnið. 730 milljónir frá ríkinu Grunnframlag ríkisins til samninganna 2019 nemur 730,7 milljónum króna. Þar af koma 502,5 milljónir króna frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og 228,2 milljónir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Framlag ríkisins hefur aukist um 180 milljónir króna frá árinu 2015. Með sóknaráætlun er veitt fé til tveggja mismunandi þátta, að sögn Hólmfríðar. „Annars vegar eru áhersluverkefni sem stjórnir landshlutasamtaka velja og bera ábyrgð á og hins vegar rennur fé til uppbyggingarsjóða sem eru samkeppnissjóðir með sérstakar úthlutunarnefndir. Ríkið gerir kröfu um að minnst 55 prósent grunnframlagsins renni til sjóðanna, auk þess sem landshlutarnir gera kröfu um 50 prósenta mótframlag styrkþega,“ segir Hólmfríður. Í höndum heimamanna Hólmfríður leggur áherslu á að framkvæmd sóknaráætlana er alfarið í höndum heimamanna í hverjum landshluta. „Valdið er heima í héraði. Þetta fyrirkomulag er samstarfsverkefni sveitarfélaga og ríkisins og sambandið hefur frá upphafi stutt dyggilega við þessa vinnu og fylgt henni vel eftir. Heimamenn stjórna því alfarið hvaða verkefni eru valin, hvort heldur sem er úr uppbyggingarsjóðum eða sem áhersluverkefni. Eina aðkoma ríkisins að verkefnum er að stýrihópurinn þarf að staðfesta áhersluverkefnin og það er gert í öllum tilfellum nema þau séu beinlínis með einhverjum hætti andstæð stefnu ríkisins. Sú staða hefur ekki komið upp. Úthlutunarnefndir á vegum heimamanna úthluta styrkjum úr uppbyggingarsjóðunum. Markmiðið með þessu fyrirkomulagi er að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu opinberra fjármuna. Þetta markmið hefur náðst, að mínu mati,“ segir Hólmfríður. Fimm milljarðar á fimm árum Ráðgjafafyrirtæki vinnur nú að úttekt á framkvæmd og árangri núgildandi samninga og verður hún höfð til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhaldið. Jafnframt er unnið að því að kynna sóknaráætlanir og undirbúa gerð nýrra samninga. Miðað við framlög til gildandi samninga eru nýju samningarnir metnir á um fimm milljarða króna. Hér er því um að ræða verulegt hagsmunamál fyrir landshlutana. „Með sóknaráætlanaverkefninu hefur verið innleitt nýtt verklag í samskiptum ríkis og sveitarfélaga og nú er komið að ákveðnum vatnaskilum. Við stöndum frammi fyrir því að gera nýja samninga og landshlutarnir eru að hefja undirbúning að nýjum sóknaráætlunum og þar með gefst gott tækifæri til að endurskoða áherslur og verklag og ákveða hvort setja eigi fleiri málaflokka undir hatt sóknaráætlana,“ segir Hólmfríður. Nýjar áherslur ræddar Í sáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að sóknaráætlanir landshlutanna séu mikilvægt tæki til að reka byggðastefnu á forsendum heimamanna og þar kemur fram skýr vilji til að styrkja þær á kjörtímabilinu. Hólmfríður segir að bæði ríki og landshlutasamtökin séu almennt mjög sátt við núverandi fyrirkomulag en það megi að sjálfsögðu alltaf bæta og gera betra. „Ráðuneytin og landshlutasamtökin skoða nú í sameiningu hvort bæta eigi nýjum málaflokkum og áherslum við næstu sóknaráætlanir, en engar ákvarðanir hafa verið teknar í því sambandi. Ekki er þó ósennilegt að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og áherslur okkar í loftslagsmálum verði höfð að leiðarljósi, en ekkert verður ákveðið nema í nánu samráði ríkis og landshlutasamtakanna, “ segir Hólmfríður. Heimamenn stjórna því alfarið hvaða verkefni eru valin, hvort heldur sem er úr uppbyggingarsjóðum eða sem áhersluverkefni. Hólmfríður Sveinsdóttir flytur hér erindi á ársfundi Byggðastofnunar árið 2018. Með sóknaráætlanaverk- efninu hefur verið innleitt nýtt verklag í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.