Sveitarstjórnarmál - 2019, Side 17
Janus heilsuefling er ráðgjafa- og þjónustu-
fyrirtæki, sem sérhæfir sig í bættum lífs-
gæðum eldri borgara. Frumkvöðullinn, Dr.
Janus Guðlaugsson, stofnaði fyrirtækið árið
2016 á grunni doktorsrannsóknar sinnar, en
niðurstöður hennar á tengslum hreyfingar,
mataræðis og öldrunar eru sláandi.
Stefnir í 61% fjölgun
Janus er með PhD gráðu í íþrótta- og
heilsufræði og er mörgum að góðu kunnur
fyrir skelegga framgöngu í heilsueflingu
fólks 65 ára og eldra. Sveitarfélög eru
á meðal þeirra sem lagt hafa hlustir
við málflutningi Janusar, en ör fjölgun
í aldurshópnum 65+ er á meðal helstu
lýðfræðilegra breytinga sem stjórnvöld
21. aldarinnar standa frammi fyrir. Áætlar
Hagstofan, að eldri borgurum muni fjölga
um 61% á næstu 15 árum eða úr liðlega 42
þúsund manns í 68 þúsund, ef fram heldur
sem horfir.
Forvarnir eru orðið
Þeir sem hafa kynnt sér heilsueflingar-
verkefni Janusar vita, að þau snúast ekki
aðeins um betri líðan þeirra sem taka þátt
í þeim heldur breytta og bætta meðferð
fjármuna. Heilsueflingarverkefni sem
Janus hefur unnið að í samstarfi við m.a.
Hafnarfjarðarkaupstað og Reykjanesbæ sýna
fram á , að spara má stórfelldar fjárhæðir á
forvörnum. Sýna mælingar fram á nánast
ótrúlegar framfarir hjá fólki sem komið er
jafnvel að fótum fram. Aukin hreyfing og
bætt mataræði reynast vera réttu breyturnar
sem koma fólki aftur á ról og gerir því
kleift að lifa innihaldsríku lífi á ný á eigin
forsendum.
Allir græða
Í krónum talið bendir Janus m.a. á kostnaður
vegna 80-100 einstaklinga í heilsueflingu sé
um 12 til 14 m.kr. á ári. Til samanburðar má
nefna að kostnaður við ársdvöld einstaklings
á dvalar- og hjúkrunarheimili er um 13-15
m.kr. Hvert ár skiptir þannig verulegu máli,
ekki bara fyrir einstaklinginn heldur einnig
ríki og sveitarfélög. Þá er ekki síður eftir
verulegum fjárhæðum að slægjast með
bættu heilbrigði hjarta- og æðakerfis, en
kostnaður við hverja hjáveituaðgerð ásamt
eftirfylgni er um 3 m.kr.
Samstilltar aðgerðir ríkis og
sveitarfélaga
Aukin notkun eldri borgara í
líkamsræktarstöðvum eða íþróttahúsum
er einnig jákvæð með tilliti til nýtingar
aðstöðunnar. Virknin á þessum stöðum er
í flestum tilvikum í lágmarki yfir daginn,
sem er á hinn bóginn sá tími sem hentar
eldri borgurum hvað best. Þá er ótalinn
sá félagslegi gróði sem felst í því fyrir eldri
borgara að geta tekið þátt í reglubundnu
heilsueflingarprógrammi og þannig má
lengi telja. Í kynningu Janus heilsueflingu á
samstarfsverkefnum við sveitarfélög er m.a.
kallað eftir sameiginlegum aðgerðum ríkis
og sveitarfélaga varðandi heilsueflingu eldir
aldurshópa. Talið er m.a. brýnt að mótuð
verði stefna í forvörnum og fjármögnun
og þjónusta endurskipulögð með tilliti til
markvissar heilsueflingar.
Leið að farsælli öldrun
Aukin hreyfing og bætt
mataræði reynast vera réttu
breyturnar til að koma fólki
aftur á ról og gerir því kleift
að lifa innihaldsríku lífi á ný
á eigin forsendum.