Sveitarstjórnarmál - 2019, Page 26
26
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í París árið 2015 tilkynntu
íslensk stjórnvöld aðild að sameiginlegri
framkvæmd Evrópusambandsins vegna
Parísarsamkomulagsins. Með þessu
fyrirkomulagi urðu Ísland, ásamt Noregi,
hluti af því sameiginlega markmiði 28
aðildarríkja Evrópusambandsins að
draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
fram til ársins 2030 um samtals 40%.
Um hlutdeild hvers ríkis og skyldur
gildir sérstakur samningur, en gagnvart
Parísarsamkomulaginu standa þessi 30 ríki
fyrir einu sameiginlegu framlagi.
Þetta fyrirkomulag felur í sér, að Ísland
innleiði tvær af meginreglugerðum
Evrópusambandsins um losun
gróðurhúsalofttegunda, til viðbótar
við reglugerð um viðskiptakerfi vegna
losunarheimilda (ETS), en Ísland á nú þegar
aðili að því kerfi í gegnum EES-samninginn.
Reglugerðirnar eru vegna sameiginlegrar
ábyrgðar og taka annars vegar á losun
utan ETS-kerfisins og hins vegar á
landnotkun og skógrækt tengdri losun og
kolefnisbindingu.
Hvað skuldbindingar snertir af Íslands
hálfu um losun, þá gerir samkomulagið
ráð fyrir 29% samdrætti utan ETS-kerfisins
(frá samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi
o.fl. uppsprettum) á samningstímanum.
Er sú krafa nokkuð lægri en það 40%
markmið, sem stefnt er að í aðgerðaáætlun
ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og
kynnt var í september 2018. Aðildarríkjum
er enda frjálst að setja sér hærri mörk en
regluverkið gerir ráð fyrir.
Hvað eru evrópsku sveitarfélögin
að gera?
Aðild Íslands að sameiginlegri
framkvæmd Evrópusambandsins vegna
Parísarsamkomulagsins setur sveitarfélög
á Íslandi á bekk með evrópskum
sveitarfélögum. Því er vert að skoða
það sem er á döfinni hjá evrópskum
sveitarfélögum vegna baráttunnar gegn
loftslagsbreytingum.
Sáttmáli sveitarfélaga um sjálfbæra
orku (Covenant of Mayors)
Markmið sáttmálans er að færa evrópskar
borgir á sjálfbæra braut með aukinni
notkun endurnýjanlegra orkugjafa og
umhverfisvænni neyslu. Kallað er eftir
breyttum áherslum í stefnumótun og
skipulagningu þéttbýlis og aukinni og
virkari þátttöku almennings. Meira en
Sveitarfélögin og
loftslagsbreytingar
– Hugsum hnattrænt, breytum staðrænt.
7.600 borgir og bæir með samtals 240
milljónir íbúa eru aðilar að sáttmálanum.
Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið
hér á landi sem hefur skrifað undir
sáttmálann. Hefur Reykjavíkurborg
skuldbundið sig til þess að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið
2030. Sáttmálinn var upphaflega gerður
að frumkvæði framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, svæðanefndar
Evrópusambandsins og Evrópuþingsins.
Áætlun Evrópusambandsins um
kolefnisjafnaða Evrópu 2050
Langflestir Evrópubúar búa í bæjum
og borgum eða um 75%. Þéttbýli ber
ábyrgð á 60-80% af heildarorkunotkun
og 60-80% af losun CO2 og því er ljóst að
athafnir okkar hafa áhrif á loftslagslagið,
sem aftur hafa mikil áhrif á okkur og þá
þjónustu sem við höfum aðgang að.
Hitabylgjur, þurrkar og flóð eru á meðal
afleiðinga loftslagsbreytinga og má þegar
sjá áhrifa þeirra stað í versnandi heilsufari
fólks, vaxandi vatnsskorti og minnkandi
orkuöryggi, svo að dæmi séu tekin.
Kolefnisjöfnuð Evrópa skiptir sveitarfélög
gríðarlega miklu ásamt markvissum
aðgerðum á sveitarstjórnarstigi. Það er
því ekki af tilefnislausu sem að loftslagsmál