Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 2019, Page 28

Sveitarstjórnarmál - 2019, Page 28
28 SVEITARSTJÓRNARMÁL Í ályktun svæðanefndar Evrópusambandsins vegna loftslagsstefnu Evrópusambandsins er af þessum sökum, lögð megináhersla á mikilvægi sveitarstjórnarstigsins fyrir alla stefnumótun og aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Mikilvægi sveitarstjórnarstigsins snýr ekki hvað síst að framkvæmdarþættinum, en aðgerðir verða í hverju tilviki fyrir sig að henta þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi. Hér skiptir svæðisbundin þekking miklu máli; staðgóð þekking á aðstæðum og samfélagsgerð. Í ályktun sveitarstjórnarvettvangs EFTA er áréttað að sveitarfélög búi yfir þessari staðbundnu þekkingu. Þá er einnig bent á mikilvægi þess að sveitarfélögum sé tryggt það fjármagn sem þarft til þess, að þau þjóðarmarkmið sem hvert ríki hefur sett sér, nái fram að ganga. Mikilvægustu skilaboð dagsins eru að loftslagsmálin kalli á hugarfarsbreytingu hjá okkur öllum. Um það eru flestir sammála. Það er hins vegar hægara sagt en gert. Nálægð sveitarstjórnarstigsins við nærsamfélagið skiptir miklu máli í þessu sambandi. Verði baráttan gegn loftslagsbreytingum háð í nánu samstarfi við íbúa á hverjum stað, deilum við þeirri ábyrgð sem við stöndum frammi fyrir og eignumst hlutdeild í þeim aðgerðum sem gripið er til. Þannig tryggjum við að sú hugarfarsbreyting sem þarf að eiga sér stað nái fram að ganga. Hún hefst hjá okkur sjálfum, í nærumhverfi okkar og færist þaðan út á við. Þetta leiðir okkur að slagorðinu sem áður var nefnt og á upphaf sitt í heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem fram fór í Ríó 1992 og markaði tímamót í alþjóðlegu samstarfi að umhverfismálum. Eitt af helstu slagorðum ráðstefnunnar var Think Globally Act Locally eða má kannski íslenska sem Hugsaðu hnattrænt, breyttu staðrænt. Vert er að rifja upp, að þrátt fyrir þau tæpu 30 ár sem eru liðin frá Ríó, þá er þetta slagorð enn jafn viðeigandi og það var þá. Hugsum hnattrænt, breytum staðrænt. Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.