Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2019, Qupperneq 29

Sveitarstjórnarmál - 2019, Qupperneq 29
Samfellt þjónustukort fyrir allt landið Eitt athyglisverðasta verkefnið sem Byggðastofnun vinnur nú að, er gagnvirkt yfirlitskort með upplýsingum um aðgengi landsmanna að almennri þjónustu á vegum bæði stjórnvalda og einkaaðila. Verkefnið er skilgreint í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem eitt af samstarfsverkefnum ríkis og sveitarfélaga á kjörtímabilinu og er langt á veg komið. Aðeins vantar lokahnykkinn, þar á meðal upplýsingar frá sveitarfélögunum sem nú er leitað eftir. Einstakt frumkvöðlaver Markmiðið er að upplýsingar um þá þjónustu sem er fyrir hendi um land allt verði aðgengilegri og áreiðanlegri en nú er. Með því móti er ætlunin að vekja upp aflvaka nýsköpunar og skilvirkari stefnumótunar í byggðamálum, sem getur svo aftur skilað sér í betri þjónustu, auknu þjónustuframboði og notendavænni þjónustulausnum svo að einhverjir möguleikar séu nefndir. Ráðgert er að lokið verði við að skrá um 65 þjónustuflokka á þjónustukortið, thjonustukort.is, fyrir árslok og þá verður það fyrsta kort sinnar tegundar, sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Er þjónustukortið að þessu leyti einstakt frumkvöðlaverk. Mikilvægt er síðan að upplýsingar sem til grundvallar liggja verði sífellt uppfærðar. Samstarfið við sveitarfélögi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fékk Byggðastofnun málið í hendur á síðasta ári. Byggðastofnun hefur sótt ráðgjöf til Alta ráðgjafarstofu, Landmælinga Íslands og Capacent og samstarf við ráðuneyti og ríkisstofnanir. Hefur kortagerðinni miðað vel og í sumar sem leið kynnti Byggðastofnun nýja vefsjá. Með því að opna sjána þegar á fyrstu stigum verksins, gafst öllum kostur á að koma ábendingum tímanlega til Byggðastofnunar varðandi þróun kortsins og notkun. Á síðasta ári var komið á fót verkefnishópi ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga til aðstoðar Byggðastofnun í verkefninu. Auk þess sem hönnun vefsjárinnar á þó eftir að taka einhverjum breytingum, vantar enn mikilvæga upplýsingaflokka á kortið, eins og áður hefur verið vikið að. Verkefninu hefur verið skipt upp í tölusetta áfanga og ráðgert er að þeim áfanga sem að sveitarfélögunum snýr verði lokið 1. október nk. Hagur sveitarfélaganna af verkefninu er verulegur, s.s. hvað kynningarstarf þeirra snertir, stefnumótunar- og þróunarstarf og einnig svæðisskipulagsgerð og önnur samstarfs- og þróunarverkefni á svæðisvísu, svo að dæmi séu nefnd. Sveitarfélögin hafa mikilvæga þjónustuþætti með höndum og því líka mikilvægt fyrir gildi þjónustukortsins að þær verði birtar þar. Staðlaður samningur einfaldar málið Til að greiða fyrir aðkomu sveitarfélaga, hefur verið útbúið einfalt samningsform sem skilgreinir í hverju samstarfið við Byggðastofnun felst. Um afhendingu á upplýsingum er að ræða, sem ætti að vera fljótlegt fyrir sveitarfélög að taka saman og uppfæra á reglubundnum grunni. Þá er einnig opnað á samstarf að frekari þróun þjónustukortsins, standi vilji almennt til þess síðar meir. Skjáskot af þjónustukorti Byggðastofnunar á www.thjonustukort.is.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.