Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2019, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 2019, Blaðsíða 32
Dagana 3. til 5. apríl leggur alþjóðlega ráðstefnan Snow 2019 Siglufjörð undir sig. Á meðal aðalfyrirlesara er Stefan Margreth, yfirmaður varnarvirkjateymis hjá Svissnesku snjóflóðastofnuninni, SLF, í Davos, en hann hefur unnið sem sérfræðingur við snjóflóðavarnir á Íslandi í meira en tvo áratugi. Viðtalið hér á eftir við Stefan er birt með góðfúslegu leyfi Verkfræðingafélags Íslands, skipuleggjanda ráðstefnunnar. Byrjaði á Ísafirði Fyrsta verkefnið sem Stefan tók að sér hér á landi var árið var árið 1994 og laut það að ráðgjöf við hættumat fyrir Ísafjarðarbæ eftir að lyftur og annar búnaður á skíðasvæði þeirra hafði eyðilagst að mestu í snjóflóði. Í framhaldi af því fór verkefnunum fjölgandi. Má þar nefna heildaráætlun um varnaraðgerðir á Íslandi árið 1997, frumhönnun að vörnum víða um land, yfirumsjón með hönnun upptakastoðvirkja og margt fleira. „Á Ísafirði Þar kynntist ég Oddi Péturssyni, hinum kunna snjóaeftirlitsmanni og skíðagöngugarpi, sem kom með mörg góð og skynsamleg innlegg í hættumatsvinnuna. Eftir vinnuferðina gafst mér og eiginkonu minni færi á að fara í yndislega gönguferð á Hornstrandir þar sem við m.a. gistum í bústað Odds á Hesteyri,“ rifjar Stefan upp. Eftir snjóflóðin hörmulegu á Súðavík og Flateyri var Stefan fenginn í hóp sérfræðinga til þess að meta þörf á snjóflóðavörnum á Íslandi. „Í þeirri vinnu var mikilvægt fyrir mig að heimsækja öll þorp á Íslandi sem bjuggu við snjóflóðahættu og meta hættu þar ásamt íslenskum og norskum samstarfs- mönnum. Þessi vinna hjálpaði mér að skilja betur snjóflóðaaðstæður á Íslandi og vandamál sem þeim tengjast og var góður Munar mest um skógana Viðtal við Stefan Margreth, yfirmann varnarvirkjateymis hjá Svissnesku snjóflóðastofunni SLF, í Davos, en hann hefur unnið sem sérfræðingur við snjóflóðavarnir á Íslandi í meira en tvo áratugi. Stefan Margeth er sérfræðingur í snjóflóðavörnum. Hnífsdalur og Skutulsfjörður blasa hér við ofan af Eyrarfjalli en þar hafa verið settar upp miklar snjóflóðavarnir.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.