Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2019, Qupperneq 33

Sveitarstjórnarmál - 2019, Qupperneq 33
33 grunnur fyrir frekari ráðgjöf á Íslandi.“ Munar mest um skógana Um muninn sem er á aðstæðum í Ölpunum og á Íslandi varðandi varnarvirki, skiptir að sögn Stefans mestu að engir skógar eru Íslandi. „Í Alpalöndum gegna skógar veigamiklu hlutverki sem náttúruleg vörn gegn snjóflóðum, en einnig má lesa úr skógum upplýsingar um útbreiðslu og tíðni snjóflóða. Annar mikilvægur þáttur er landslag. Á Íslandi eru mörg fjallasvæði, sérstaklega á Vestfjörðum, með víðáttumiklar hásléttur og bratta snjóflóðafarvegi niður til sjávar. Í Ölpunum telst slíkt landslag til undantekninga.“ Hann segir að vindhraði á Íslandi sé jafnframt mun meiri og að það geti leitt til þess að snjór safnist í brekkur og gil sem eru í skjóli. „Snjódýpt getur orðið allt að 20 m. á meðan önnur opin svæði eru áveðurs og haldast snjólétt eða auð. Þá er eðlisþyngd snjóþekjunnar á Íslandi almennt séð hærri en í Ölpunum. Tæring málma er einnig mun hraðari hér en í Ölpunun vegna nálægðar við sjávarseltu. Allt stál í varnarvirkjum er þess vegna varið með zinkhúð til að lengja endingu þess. Mismunandi öryggiskröfur gerðar til varnarvirkja í Sviss og á Íslandi Í Sviss gilda ekki formleg öryggisviðmið sem uppfylla þarf í byggð sem varin er með varnarvirkjum með sama hætti og á Íslandi. Í mörgum tilvikum eru hús enn á svokölluðu rauðu svæði skv. hættumati eftir að reist hafa verið varnarvirki, vegna þess að annars hefðu varnarvirkin orðið of kostnaðarsöm. „Áður en varnarvirki eru reist í Sviss þarf að gera svokallaða kostnaðarávinnings- greiningu. Ef ekki er unnt að koma við hagkvæmum varnarvirkjum vegna kostnaðar er leitast við að draga úr áhættu þannig að hún verði viðunandi með öðrum viðbúnaði, svo sem rýmingu húsnæðis eða með því að setja snjóflóð af stað með sérstökum búnaði áður en hætta skapast á svo stórum flóðum að þau ógni byggðinni,“ bendir Stefan á. „Við metum ávinning af varnarvirkjum með tiltekinni aðferðafræði sem nefnd er „Protect“ og endurskoðum hættumatið fyrir viðkomandi byggð ef unnt er. Áhrif varnarvirkjanna ráðast af ýmsum þáttum, m.a. snjóflóðaaðstæðum, hönnun mannvirkjanna, aldri stoðvirkja o.fl.“ Hlutur landslagsarkitekta mikilvægur Mikið vatn hefur að mati Stefans runnið til sjávar í snjóflóðavörnum hér á landi frá því í byrjun 10. áratugarins. „Að mínu mati hefur mjög vel tekist til á þessum tíma. Ofanflóðahættumat hefur verið unnið fyrir þau öll sveitarfélögin sem um ræðir. Varnarvirki hafa verið hönnuð, einhverjar varnir hafa risið í flestum þeirra og faglega er staði að framkvæmdum. Ég sýni oft varnarvirki frá Íslandi sem dæmi um vel heppnaðar framkvæmdir þegar ég er að kenna ofanflóðatækni við Tækniháskólann í Zürich. Ég er sérstaklega hrifinn af þætti landslagsarkitekta í hönnun snjóflóðavarnargarða. Sá þáttur er oft vanræktur í Sviss. Langtímaviðhald varnarmannvirkja Fyrstu upptakastoðvirkin í Sviss voru byggð árið 1867 og standa þeir veggir að sögn Stefans enn á upptakasvæðum, þrátt fyrir háan aldur. „Stálgrindum hefur verið bætt við á þessum upptakasvæðum og gerir hönnun ráð fyrir að líftími varnarvirkjanna sé 80 ár, en til þess að það gangi eftir er reglulegt viðhald algjörlega nauðsynlegt.“ Í þessum tilgangi hefur verið þróað viðhaldskerfi, sem felur í sér varnarvirkjagagnasafn með upplýsingum um ástand mannvirkja ásamt gátlista fyrir ástandsskoðun. Segir Stefan árlegan viðhaldskostnað vera að meðaltali í kringum 1% af byggingarkostnaði stoðvirkja og um 0.5% af kostnaði við varnargarða. „Eftir að varnarvirki hafa náð lífaldri er þeim skipt út. Að verja byggð gegn snjóflóðum er viðamikið langtímaverkefni, líkt og önnur innviðauppbygging, t.d. samgöngumannvirki. Án reglulegs viðhalds styttist líftími mannvirkja og verður mun styttri en þau 80 ár sem lagt er upp með.“ Hér er horft yfir snjóflóðavarnir við Siglufjörð. Að verja byggð gegn snjóflóðum er viðamikið langtímaverkefni, líkt og önnur innviðauppbygging, t.d. samgöngumannvirki.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.