Sveitarstjórnarmál - 2019, Page 35
35
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Mín framtíð fór fram í Laugardalshöllinni
í Reykjavík dagana 14. til 16. mars sl. og
var opnunarhátíðin að venju glæsileg.
Flutti Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra ávarp og að
því loknu fékk forseti Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson, leiðsögn um svæðið. Mín
framtíð er þriggja daga viðburður sem fer
fram annað hvert ár í samstarfi Verkiðnar
og allra framhaldsskóla landsins. Skólarnir
kynna fjölbreytt námsframboð og keppni fer
fram á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, en um
7.000 grunnskólanemendum af öllu landinu
býðst að koma og taka þátt. Myndirnar
í opnunni eru frá opnunarhátíðinni en
þær tók skólateymi Sambands íslenskra
sveitarfélaga, sem lét sig að sjálfsögðu ekki
vanta og var eins og sjá má kátt í höllinni.
Boðið var upp á fjölbreytta viðburði og
kynningar og mega allir prófa, fikta, snerta
og smakka á því sem fyrir augu ber.
Kátt í höllinni
Af vettvangi sambandsins
28. mars 29. mars 2.-5. apríl 20. maí
Sveitarfélögin og
loftslagsmál
XXXIII. landsþing
sambandsins
Ráðstefna um
snjóflóðavarnir
Málþing um
skólaforðun
Hótel Reykjavík
Natura
Grand hótel
Reykjavík
Sigló hótel
Siglufirði
kl. 10:00-16:00 kl. 10:00-15:45
www.samband.is/
um-okkur/fundir-
og-radstefnur/
malthing-um-
loftslagsmal/
www.samband.
is/um-okkur/
landsthing-
sambandsins/
landsthing-2019/
www.snow2019.is www.samband.is/
um-okkur/fundir-
og-radstefnur/
malthing-um-
skolafordun
Nýtt fjarfundamet slegið
Föstudaginn 22. mars sl. funduðu sérfræðingar kjarasviðs
Margrét Sigurðardóttir og Berglind Eva Ólafsdóttir með
35 launafulltrúum um land allt. Þær stöllur voru þó einar í
fundarherbergi sambandsins, Allsherjarbúð, en launafulltrúarnir
tengdust fundinum í gegnum Skype for Buisness forritið.
Er þetta mesti fjöldi sem tengst hefur í einu inná fund hjá
sambandinu.
Það er ljóst að fjarfundum sem þessum mun fjölga jafnt og þétt
og sambandið vinnur að því að efla fjarfundabúnað sinn og
bæta með því þjónustu við öll sveitarfélög landsins enn frekar.
Margrét og Berglind á fundi með 35 launafulltrúum, sem tengdust
fundinum með Skype for Buisness forritinu.